Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 15
NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN
173
Hann er venjulega auðþekktur á rauðum, hvítdoppóttum hattin-
um. Nefna má til viðbótar, að grasdrjólar, þ. e. svartir, harðir svepp-
keppar í axi melgrass o. fl. grasa eru eitraðir.
En víkjum aftur að íslenzku liljunum. Villilaukur (Allium olera-
cium), frændi graslauksins og annarra matarlauka, vex hér villtur
í túnum á Bessastöðum á Álftanesi, Bæ og Skáney í Borgarfirði og
Skriðu í Hörgárdal. Hann ber löng blöð, sem eru hálfsívöl neðan-
til, en flöt til oddsins. Blómin ljósrauð, dökkrákótt, fá og smá og
sitja í gisnum sveip á stöngulendanum. Allmargir laukkenndir
æxlihnappar sitja milli legglangra blómanna og tvö löng hulstur-
blöð lykja um blómskipunina. Blöð villilauksins visna oft snemma.
Laukbragð og dauf lauklykt er af jurtinni. Á Bæ í Borgarfirði vex
laukurinn á allstóru jarðylssvæði í
túninu. Heita þar Laukaflatir frá
fornu fari. Liklega er villilaukurinn
gamall slæðingur, ílendur fyrir löngu.
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal get-
ur villilauksins í „Grasnytjum" 1783
og kveður hann orðinn ílendan í Bæ
í Borgarfirði. Villilaukur mun vera
forn lækningajurt og hefur e. t. v.
verið fluttur inn til ræktunar í þeim
tilgangi í fyrstu. Á 11. öld dvaldi ensk-
ur trúboðsbiskup í Bæ í Borgarfirði
um nær 20 ára skeið og munkar og
trúboðar fengust oft við lækningar
og gera raunar enn. Hugsanlegt er,
að laukurinn hafi vaxið við jarðylinn
í túninu á Bæ frá þeim tírna, a. m. k.
virðist hann hafa vaxið þar lengi og
örnefnið Laukaflatir er sennilega
gamalt. — Að Skáney í Borgarfirði
dvaldi þýzkur bartskeri og skurðlækn-
ir, Lazarus Mattheusson að nafni,
1527—1570. Væri hugsanlegt, að hann
helði ræktað og notað villilauk. Bæði
Bessastaðir og Skriða eru forn höfuð-
ból, og var þar snemma stunduð garð-