Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
175
1. mynd. Bæli i Norðurárdal. — Bœli, an old volcano in Nordurárdalur.
stendur af bólstrum og óreglulegum steinum, mest smáum í grunn-
rnassa af ösku og gosmöl. Innan um þetta kemur svo fyrir stuðlað
berg, sem stundum minnir á ganga. Einnig má í þessari myndun
finna rauðleitt gjall og móberg. Bergið í þessu er basalt með ein-
staka allt að 1 cm stórum feldspatdílum, en mest er þó um feldspat-
kristalla, sem eru aðeins 0,2—0,6 mm stórir. Með því að telja
mínerala í einni þunnsneið fengust eftirfarandi tölur: Plagioklas
50,2%, pyroxen 37,8%, olivin 7,5% og ógagnsætt 4,5%. Það síðast-
nefnda mest títanjárn. Bergið er ferskt á að sjá og ekki vottar fyrir
bolufyllingum í því, og stingur það einnig að þessu leyti mjög í
stúf við hið tertiera basalt báðum megin dalsins. Mér virðist ekki
leika efi á, að Bæli sé gosmyndun og hún tiltölulega ung.1) Það er
í fyrsta lagi ljóst, að hér er um að ræða myndun, sem er miklu yngri
en basaltmyndunin báðum megin dalsins. í öðru lagi er ljóst, að dal-
urinn hefur í stórum dráttum verið búinn að fá sitt núverandi útlit
þegar hér gaus. Jökull síðustu ísaldar hefur skilið eftir urð ofan
á gosmynduninni og sunnan við hana. Þetta má sjá bæði við ána
1) Eftir að greinarkorn þetta var skrifað, hefur mér borizt til eyrna, að
Trausti Einarsson, prófessor, muni fyrstur manna hafa veitt þessari gosmyndttn
eftirtekt, en þar sem ég hef ekki fundið í bókum, að Bælis væri getið sem eld-
stöðva, virðist mér ekki ástæðulaust að gera það.