Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 24
182 NÁTTÚRUFRÆÐ INGURINN til algerrar ófrjóvgi rnilli tveggja tegunda með sama litþráðafjölda, virðist vera brot á litþræði. Stundum brotnar hann á tveim stöð- um og stykkið á milli brotanna snýst við, svo að ef röð konanna hefur áður verið ABCDEF, verður hún á eftir ABDCEF. Það köllum við umhverfingu. Tveir litþræðir geta líka lagzt hvor á annan og brotnað á þann hátt, að þeir skipta um enda; það köll- um við endaskipti. Það kemur líka fyrir, að hlutar falla burt af litþræði, annaðhvort við endana eða á þræðinum miðjurn, svo að eitt eða fleiri kon hverfa; það köllum við brottfall. Og í sambandi við brottfall úr einum litþræði er ekki óalgengt, að sami litþráð- arbútur flytjist yfir á rnaka hans í sama pari; það köllum við tvö- földun. Brottfall og tvöföldun verka að vísu á pörun litþráðanna og valda vissri ófrjósemi líka vegna þess, að konafjöldinn í kyn- frumunum raskast; en þau eru samt talin hafa frekar lítil áhrif á myndun æxlunarhemilsins, svo að við getum látið þau liggja á milli hluta. Öðru máli gegnir um umhverfingar og endaskipti. Sumar um- hverfingar eru stórar, aðrar smáar, en þær trufla alltaf pörun og skiptingu við myndun kynfrumanna á sama hátt: litþræðirnir geta aðeins parað sig með því að annar þeirra slær á sig lykkju; ef svo- kölluð víxlslit verða innan lykkjunnar, verða úr henni tveir ónátt- úrlegir litþræðir, annar stuttur og án hreyfidepils, svo að hann getur ekki flutt sig, þegar litþræðirnir skipta sér niður á nýju frumurnar tvær, en hinn með tveim hreyfideplum, sem dragast sinn til hvorrar lrliðar, og mynda því brú á milli hinna nýju fruma. Þótt brúin brotni að lokum, verður afleiðingin tvær frumur, sem hafa ónógan eða raskaðan konafjölda og annaðhvort deyja eða valda röskunum á lífi næsta ættliðar. Umhverfingar á stuttum litþráða- bútum eru algengar meðal margra jurta og dýra og valda mismun- andi stigum af lágri ófrjósemi innan tegundarinnar eftir því, hvort víxlslit eru sjaldgæf eða algeng innan bútsins. Umhverfingar eru að sjálfsögðu ókvæðar eins og allar breytingar á litþráðunum, en hver einstök þeirra virðist ekki hafa meiri áhrif á frjósemi kyn- frumanna en svo, að þær trufla erfðir sumra eiginleika lítilsháttar. En með tímanum verða ef til vill til aðrar umhverfingar á sama litþræði, jafnvel svo að hluti hinnar fyrri verður partur af hinni síðari, svo pörunin ruglast meir, og smámsaman getur víxlfrjóvg- un og úrval valdið því að auki, að umhverfingar á öðrum litþráð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.