Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 26
184
N Á T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N
Þetta virðist hafa gerzt í að minnsta kosti þriðja hluta allra æðri
jurta, svo að óhætt er að fullyrða, að slík skyndileg myndun teg-
unda eða fjöllitni sé ein af: aðalrásum þróunarsögunnar, að minnsta
kosti í jurtaríkinu.
Fjöllitningar geta orðið til á marga vegu. Að því er við bezt
vitum, koma einn eða tveir fjöllitningar fyrir í hverjum hóp af
1000 einstaklingum af flestum tegundum hinna æðri jurta. Þessir
fjöllitningar virðast hafa orðið til við tvöföldun litþráðatölunnar í
einum og sama einstaklingi, svo að í stað þess að hafa tvo litþræði
af hverju tagi verða þeir fjórir. Af hagnýtum ástæðum eru slíkir
fjöllitningar sagðir vera samfjöllitna. Þeim svipar svo mjög til tví-
litna jurta í sama hópi, að erfitt er að skilja þá að á ytra útliti.
Vegna þess að þeir eiga erfitt með að para alla litjrræðina fjóra og
skipta þeirn reglulega og nákvæmlega við myndun kynfrumanna,
tekst samfjöllitningum af þessu tagi sjaldnast að geta af sér afkvæmi,
svo að þeir hverfa eftir einn ættlið og hafa þá engin áhrif á frekari
þróun. Þó kemur það örsjaldan fyrir, að þeim heppnast að eignast
afkvæmi vegna þess að litþræðirnir hafa sennilega ekki verið ná-
kvæmlega eins, en slíkt er svo sjaldgæft, að óhætt er að gefa þessu
lítinn gaum sem þróun nýrra tegunda og nýrra æxlunarhemla.
Miklu sjaldnar verða fjöllitningar til á þann hátt, að tvær teg-
undir, sem hægfara þróun hefur gert svo ólíkar, að þær hafa hlot-
ið nær algeran æxlunarhemil, víxlfrjóvgast af einhverri slysni og
mynda afar ófrjóan bastarð. Vegna þess að litþræðir þessa kynblend-
ings eru orðnir svo ólíkir, að þeir geta ekki parað sig, fara kyn-
frumuskiptingar þeirra svo til algerlega út um þúfur, svo að nær
allar kynfrumurnar deyja eða verða ófrjóar. Það getur þó einstaka
sinnum skeð, að það myndast kynfruma, sem hefur hlotið alla lit-
þræði bastarðsins eða helmingi fleiri litþræði en eðlilegt er. Ef
karlfruma af slíku tagi er svo heppin að finna kvenfrumu af sömu
sjaldgæfu gerð, geta þær runnið saman og myndað einstakling,
sem hefur hlotið helmingi fleiri litþræði en kynblendingurinn
hafði í upphafi, eða öll litþráðapör beggja foreldra hans. Við segj-
um, að slíkir fjöllitningar séu sérfjöllitna, af því að þeir hafa
hlotið helming litþráðanna úr óskyldum tegundum. Þeir virðast
verða svo sjaldan til, að óhætt er að segja, að hver slík sérlitna
tegund reki ættir sínar til eins einstaklings, sem orðið hefur tíl í
eitt einasta skipti á einum stað, en síðan dreifzt þaðan á eðlilegan