Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 30
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN reyna að geta sér til um, hve margar tegundir lí£s hafa verið til frá upphafi, en þær skipta vafalaust hundruðum milljóna. Eins er þýðingarlaust að reyna að geta sér til um, hve margar tegundir eiga eftir að verða til, og enginn getur gert sér í hugarlund, hver fjöl- breytnin verður eftir næstu hundrað milljón árin. Ef við berum saman lífið nú og löngu fyrr, er það aukning þess og fjölbreytninnar, sem helzt verður tekið eftir. Þegar þær verur urðu til, sem mynduðu elztu steingerfinga, var ekkert líf á landi, en nú er varla til sá blettur eða hola, að þau mori ekki af lifandi verum. Þá voru engir fiskar í hafinu, og jafnvel skeljarnar voru fáar og einfaldar samanborið við það, sem síðar varð. Lífið hefur aukizt og margfaldazt svo, að það tekur engu tali, og ósennilegt er, að fjölbreytnin muni nokkurntíma taka enda svo lengi sem lífs- skilyrði eru fyrir hendi á þessari jörð. í þessu sambandi er ef til vill vert að minnast á hliðstæðu, sem Thomas Huxley notaði fyrir öld til að skýra, hvernig fjölbrevtnin eykst og fyllir jörðina. Hann h'kti jörðinni og lífsskilyrðum hennar við tunnu, sem við fyllum af eplum, þar til út úr flóir. Samt er enn nóg rúm til að bæta við töluverðu af smámöl, þar til hún flóir út úr líka. Síðan bætum við við sandi, sem rennur niður á milli eplanna og malarinnar. Samt er tunnan ekki fyllri en svo, að hægt er að hella í hana töluverðu af vatni þar til ekkert rúm verður eftir. Þannig hefur lífið gert á hverju tímabili jarðsögunnar. Það rúm, sem lífið getur fyllt, er takmarkað, en um leið og ein tegund líð- ur undir lok og skilur eftir smáholu í tunnu lífsskilyrðanna, kem- ur ný tegund í hennar stað. Og þannig hefur tunnan ætíð verið full, þótt fátt sé nú eftir af því fyrsta, sem í hana var látið. Ef viti borin vera hefði getað skoðað það líf, sem var á jörð- unni á Júratímabilinu, án þess að hafa hugmynd um, hvað næstu 170 milljón árin bæru í skauti sér, myndi hún vafalaust hafa talið, að þróunin hafi reynt alla hugsanlega möguleika og fylla hverja holu af lífi eins og það gæti orðið æðst. Fjölbreytni lífsins virðist þá vera endalaus, og jurtir og dýr, frá einfrumungum til risatrjáa og risaeðla, fylltu hvern krók og kima í legi og á láði. Þessar jurtir og dýr virtust líka hafa aðlagað sig svo umhverfinu og orðið svo sér- hæfð, að frekari þróun af nýju og fullkomnara tagi væri óhugsan- leg. Engum hefði þá getað komið til hugar, að eftir 170 milljónir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.