Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 189 ára myndu öll þessi undarlegu dýr og sterkbyggðu jurtir vera löngu liðin undir lok og í stað þeirra komin enn sérhæfðari jurtir og dýr, sem hafi samlagað sig umhverfinu enn betur. Og þessari viti bornu veru myndi hafa fundizt það kátbroslegt, ef einhver hefði látið sér detta í hug að nefna þá firru, að þessar nýju jurtir og dýr hins ókomna tíma myndu rekja upphaf sitt til þeirra fáu frumstæðu blómjurta og veikbyggðu spendýra, sem virtust vera svo vonlaus í lífsbaráttu Júratímabilsins. Þrátt fyrir þekkingu á sögu lífsins í milljónir ára, er ekki sjald- gæft að heyra ýmsa líffræðinga halda því fram, að þróunin hafi loksins náð sínum endalyktum af því að öll þau dýr og allar þær jurtir, sem nú byggja jörðina, séu orðnar svo sérhæfðar, að útilok- að sé, að þau geti orðið forfeður nýrra þróunarrása. Auðvitað bygg- ist þetta á misskilningi á þróuninni og lögmálum hennar. Það ligg- ur í eðli þessara lögmála, að fullkomin aðlögun og sérhæfni hafa alla tíð einkennt nær allar lifandi verur, en samt hafa ætíð verið til jurtir og dýr, sem hafa eins og beðið eftir nýjum tækifærum til að þróast í nýjar áttir. Okkar tímar eru engin undantekning frá þessari reglu, og eflaust höfum við ekki hugmynd um nema örfá þeirra mörgu dýra og jurta, sem geta allt í einu komið a£ stað gagngerðum breytingum á útliti lífsins. Eitt þeirra dýra, sem virðist hafa beðið lengi eftir nýjum tæki- færum, er ameríska pokadýrið (Opossum), sem virðist vera álíka lítið sérhæft nú og það var á Krítartímabilinu; það er því ekkert því til fyrirstöðu, að það geti orðið ættfaðir mikils dýrabálks, þegar nýjar aðstæður verða fyrir hendi. Jafnvel sumir nánustu ættingjar mannsins gætu hæglega breytzt töluvert ennþá, og ef aparnir og apakettirnir hyrfu burt af jörðunni og létu nýjum dýrum eftir þær aðstæður, sem skópu þá og mótuðu, er jafnvel ekki óhugsanlegt, að dýr skyld þeim gætu fyllt sama rúm, af því að forfaðir þeirra er enn við lýði. Það er lítil snjáldurmús, sem enn klifrar í trjánum á Madagascar, og hún er ekki sérhæfðari en svo, að nýjar apakennd- ar verur gætu hæglega þróazt frá henni aftur. Samt gefur að skilja, að þau nýju dýr yrðu vafalaust ekkert svipuð öpum af þeirri ein- földu ástæðu, að þróunin getur aldrei tekið sömu rás tvisvar, en vegna vissra eiginleika þessara snjáldurmúsa, myndi vera hægt að búast við, að þessi nýju dýr gætu líka orðið meir viti borin en aðrar þróunarrásir. En það er líka sennilegt, að þótt snjáldurmús-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.