Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 32
190
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
in geti enn getið a£ sér æðri dýr, myndu aðrir dýraflokkar verða
fyrri til að fylla tómrúmið, ef apadýrin liðu undir lok, því að
það hefur nær aldrei komið fyrir, að ný þróunarrás af sama upp-
runa taki við af annarri, sem reynzt hefði gagnslaus og horfið
eftir milljónir ára.
Ef maðurinn skyldi hverfa af jörðunni, er afar ólíklegt, að dýr
svipað honum verði nokkru sinni til að nýju. Forfeður hans aðrir
en litla snjáldurmúsin eru horfnir. Allar þær líffræðilegu og ver-
aldlegu aðstæður, sem ollu þróun hans, eru líka liðnar undir lok
og koma aldrei aftur. En það er aftur á móti hugsanlegt, að ein-
hvers konar viti borin vera geti fyllt hans auða rúm, og það er
jafnvel ekki óhugsanlegt, að sú vera geti borið vissan keim af mann-
inum, af því að gáfur og aðlögunarhæfni a£ því tagi, sem hann
hefur til að bera, virðast hafa töluvert þróunargildi á þessu stigi.
Einn þeirra eiginleika, sem eflaust hafa valdið miklu um þróun
mannsins, er til dæmis enn til meðal allmargra spendýra, en það
er notkun framfótanna til að grípa og gera ýmislegt með um
leið og augun eru svo sett, að þau geta fylgzt með hverri slíkri
hreyfingu. Þann eiginleika hafa ekki aðeins öll apadýr til að bera,
heldur og mörg nagdýr og sum rándýr.
í þessu sambandi er vert að minnast þess, að jafnvel hinir frum-
stæðustu menn standa öllum dýrum framar á sviði gáfna, félags-
mála og þjóðfélagsskipunar. Meðan maðurinn var að verða að
manni, stóðu nokkrir apar mun nær honum en nú, en hann út-
rýmdi þeim með köldu blóði til að tryggja vald sitt og öryggi.
Eins myndi hann fljótt koma í veg fyrir það, að aðrar viti bornar
verur þróist og heimti hluta af valdi hans. Maðurinn hefur einn
dýra fundið upp óbrigðular aðferðir til að eyða og útrýma þeim
lifandi verum, sem hann telur sér og þjóðfélagi sínu til ama.
Hann virðist jafnvel hafa skapað sér vald til að útrýma sjálfum
sér, en að því er við bezt vitum hefur ekkert dýr haft slíkt vald á
undan honum, og ekkert líf hefur horfið af jörðinni af sjálfsdáð-
um.
Ef maðurinn útrýmir sér ekki sjálfur, heldur bíður síns vitjunar-
tíma og þess, að úrvalið eða frekari þróun sólkerfisins komi honum
fyrir kattarnef, á hann eflaust eftir að þróast til muna og breytast
að töluverðu leyti. Það var úrvalið, sem í raun og veru skapaði
manninn úr blöndu ýmissa brigða, og að því er við bezt vitum,