Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 193 um að auka vöðvastyrk sinn eða afl, a£ því að hann hefur fundið upp leiðir til að láta vélar vinna flesta erfiðisvinnu og á eflaust eftir að losa sig algerlega við allt líkamlegt strit. Það getur aftur á móti dregið með sér nauðsyn þess að bæta ýmis líffæri, sem þola ekki að hvíla sig um of, eða gera þau svo úr garði, að hvíldin verði þeim holl. Framtíð þróunar lífsins er orðin tengd framtíð mannsins, þjóð- félags hans og menningar. Þekking hans á lögmálum lífsins veldur því sennilega, að hann getur kannski fyrstur allra dýra beizlað vald úrvalsins og komið í veg fyrir, að það skáki honum burt úr rás lífsins. Þróun lífsins er aðeins liður í þróun heimsins og efnisins. Hún er sá liður, sem við teljum æðstan, en vel má vera, að aðrar rásir geti samt borið þróunina inn á önnur svið á öðrum stöðum, þótt við eigum erfitt með að láta hugann reika um alla þá möguleika, sem hendingin getur skapað úr efninu og afli þess við aðstæður, sem við höfum aldrei heyrt getið um. Það er önnur saga. sem kannski verður aldrei sögð á jarðríki. Aftur á móti vitum við, að allt líf tekur enda, í fyrsta lagi svo, að einstaklingar deyja og hverfa til upphafs síns, í öðru lagi svo, að tegundir og ættbálkar verða undir í baráttunni við úrvalið og hleypa um leið nýju lífi inn á sviðið í sinn stað. Þannig mun þróunin halda áfram í þá eilífð, sem eftir er þar til sólkerfið springur og efnið verður að orku á nýjan leik. Hér skulum við láta staðar numið. Það gefur að skilja, að að- eins er hægt að stikla á hinu stærsta í stuttu yfirliti um þá þróun, sem er aðalatriði heimsins og lífsins allt frá örófi alda. Margt hefur verið látið liggja á milli hluta, og sumt má vafalaust misskilja. Aðalatriðið er þó, að lesendum hafi tekizt að fá örlitla skímu af þeirri þekkingu, sem skýrir sögu heimsins og lífsins og tilgangs- leysi þeirra, um leið og þeim hefur vonandi líka orðið ljóst, að þótt maðurinn geti ef til vill náð fullu valdi á þróun lífsins svo að honum geti aftur fundizt hann vera orðinn kóróna sköpunar- verksins, verður hann alltaf vanmáttugur gagnvart þeim lögmálum, sem stjórna þróun orkunnar og efnisins og öllu ráða. Og hvað sem við ber, verðurn við alla tíð aðeins örlítið rykkorn, sem kemur og fer í þeim óendanlega leik, sem lögmál hendingarinnar hafa sett á svið og munu leika frá eilífð til eilífðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.