Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 3
Níítturnfr. — 35. árgangur — 2. hefti — 39.-96. siða — Reykjavih, september 1965 Sigurður Þórarinsson: Neðansjávargos við ísland Islands miS eru auðug vel þar afla menn sfld og beituskel, liákarl, humar og lýsi. En undantekningu ég það tel að eldfjöll úr hafi rísi. En undrin gerðust við Eyjar þó eldgígur lyftist þar úr sjó livar áður var dregin ýsa. Eimi og grjóti upp hann spjó með undrum, sem vart má lýsa. Þannig upphefst kvæði, ort í höfuðstað Norðurlands í tilefni af fæðingu Surtseyjar. Hefur satt að segja ol't verið verr ort um slíka at- burði, því flest það, sem ort hefur verið um eldgos á íslandi, er því miður leirburður. Víst er það undur, er eldur brennur fyrir landinu. „Niðurstaðan var, að þetta væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið," skrifar Jörgen Mindelberg, kapteinn á húkkertunni Boe- sand, í skýrslu sinni um gosið undan Reykjanesi árið 1783, sem síð- ar verður að vikið — en ekki er það hrein undantekning að eldfjöll rísi úr hafi. Slíks eru a!hnörg dæmi og mun hér fyrst stuttlega vikið að nokkrum þeirra eyja erlendra, sem upp hefur skotið i eldsum- brotum. 28. júní 1831 var enskt herskip statt miðja vegu milli Sikileyjar og Pantellaríu, og kom þá svo snöggur jarðskjálftakippur, að skip- herrann, Sir Malcolm Pulteney, hugði skip sitt hafa rekizt á sker, enda fannst jarðskjálftinn ;í Sikiley. 10. júlí sigldi skip frá Sikiley um þetta svæði og sáu skipverjar þá vatnssúlu rísa 20 m upp úr sæ, var hún gild mjög og gufa steig upp frá henni í 500—600 m hæð. Skipstjórinn, Corrao, fór þarna um að nýju viku síðar og fann þá

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.