Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 4
r.o
NÁTTÚ RU1'RÆÐINCURINN
1. mynd. Graham cyja
29. sept. 1831. Tcikn-
ing eftir M. Joinville.
Grnham Island Sept.
29, 1831. Sketch by M.
Joinville.
litla eyju, nær 4 metra liáa, með gíg í miðju, er þeytti upp gosmiikk
og mikilli gufu, en á sjónum í kring flaut vikur og dauðir fiskar.
Þarna var áður 180 m dýpi. 4. ágúst var eyja þessi orðin (.0 m há og
3 sjómílur að ummáli. í þeim mánuði varð vart ólgu í sjónum suð-
vestur al nýju eyjunni og gufa steig þar upp, en ekki varð meira úr,
og upp úr þessu fór goseyjan minnkandi. 25. ágúst var ummálið 2
sjómílur, en 3. sept. % mílu og hæðin komin niður i 32 m, og 29.
sept. var ummálið aðeins um 500 m. í ágúst árið eftir var þarna
aðeins smáhóll. Á meðan jtessi eyja var og hét var hún könnuð alI-
vel af jarðfræðingum og reyndist samanstanda af lausri gosmtil,
gjalli, vikri, sandi og hraunkúlum, auk þess fundust þar hnullung-
ar dólómíts-kalksteins úr hafsbotninum. Ég sagði meðan hún var
og hét. Þessi eyja varð einkum kunn lyrir Jrað, hversu mikið var
rifist um, hvað hún ætti að heita. Brezkir sjóliðar gengu þar fyrstir
á land og hugðust Bretar slá eignarhaldi á hana, en the Royal Navy
gein í þann tíð yfir öllum heimsins höfum. Bretar skírðu hana
Graham Island, en hún hlaut einnig nöfnin: Nerita, Ferdinanda,
Hotham, Corrao, Sciacca og Jidia. Það hefur víðar orðið tirgur út af
eyjarnafni en á íslandi.
í Tonga eyjaklasanum í Kyrrahafi skaut upp eyju 1885 og hlaut
hún nafnið Falcon Island. F.yja Jressi varð 75 m há og 3l/á km á
lengd. 1892 var hæðin komin niður í l/> m og 1898 var hún með
öllu horfin.
Mest umskrifaða neðansjávargos á þessari öld mun vera það gos
í Kyrrahafi, J20 km suður af Tokyo, sem fyrst varð vart af japanska
fiskiskipinu Myojin 17. sept. 1952. Japanskt strandgæzluskip var