Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 10
56 NÁTTÚRUFRÆÐIN G U RI N N risið úr sæ í eldsumbrotum. Umrnæli Oddaverjaannáls „er alla ævi höfðu staðið" benda til liins fyrrnefnda. Orðið cldey tel ég samt rétt að nota sem vísindaheiti um eyjar, sem myndast við eldgos í sjó. Aftur geta annálar eldsuppkomu fyrir Reykjanesi 1226 (Isl. Ann. bls. 24, 64, 127, 186, 255, 326). Konungsannáll nefnir „myrkur um miðjan dag“. Oddaverjaannáll nelnir „Sandfallvetur“ 1226 (bls. 479) en Resens annáll, Lögmálsannáll og Gottskálksannáll nefna veturinn 1227 „Sandvetur“ (Ibid. bls. 24, 256, 326) og Guðmundar saga elzta segir „Sandvetur hinn mikli <jg fjárfellir 1227“ (Bisk. l, bls. 548), og liggur því næst að álykta, að það hafi verið veturinn 1226/27, sem þetta mikla sandfall varð, þá væntanlega af' völdum áður nefnds neðansjávargoss, því annars goss er ekki getið þetta ár. Gossins er einnig getið í Guðmundar sögu el/.tu (Bisk. I, bls. 546) og í sömu sögu er sagt um sumarið 1231: „Þetta var kallað sands- sumar því að eldur var uppi fyrir Reykjanesi og var grasleysi mik- ið“ Ibid., bls. 553—54). Ekki er þessa goss getið í annálum. Fjórir annálar geta elds lyrir Reykjanesi 1238 (Isl. Ann., bls. 65, 130, 188, 327) og Resens annáll nefnir „eldsuppkomu í Reykjanesi“ (Ibid. bls. 25), Konungsannáll getur einnig elds fyrir Reykjanesi 1240 og mikilla landsskjállta fyrir sunnan land sama ár og rauðrar sólar (Ibid. bls. 131). Oddaverjaannáll segir hið sama að því við- bættu, að sólin hafi verið „rauð sem blóð“ (Ibid. bls. 481) og rauðrar sólar þetta ár er einnig getið í Skálholtsannál (Ibicl. bls. 188). Hugs- anlegt er að þetta gos 1240 sé raunverulega það sama og aðrir ann- álar telja 1238, þótt Konungsannáll nefni bæði. Með þessu gosi lýkur tímabili mikilla eldsumbrota undan Reykja- nesi, sem varað hafði að minnsta kosti frá 8. tug 12. aldar og líkleg- ast allmiklu lengur. Líklegast er það eitthvað af þessum gosum, sem liggur að baki frásagnar enskrar króníku, Chronicon de Lancerot, sem fjallar um tímabilið 1201—1346. Þar er sagt um Vilhjálm nokk- urn frá Orkneyjum, að hann hafi um 1275 sagt frá ýrnsu af Islandi, m. a. því, að einhvers staðar á þvísa landi hafi sjórinn brunnið á mílu svæði og eftir skilið svart gjall og soralegt. Einnig mun til þessa eldsumbrota tímabils, líklega gossins 1211, að rekja eftirfarandi orð í íslandslýsingu Arngríms ábóta: „Það fylgir þessum fádæmum, að í sjálfu hafinu viku sjávar suður undan landinu, hefur upp kom- ið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn, það er upp kom í fyrstu með sömu grein.“ (Bisk. II, bls. 5).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.