Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 13
NÁTT Ú R U FRÆÐIN GU RI N N
59
4. mynd. Niðurlag skýrslu Mindelbergs skipstjóra um neðansjávargosið 1783,
með teikningu lians al Nýey. 1‘jóðskjalasainið. — The end oj Captain Mindel-
bergs reporl to the Danish Government on the submarine eruption ojj lieykja-
nes iu 1783, with a sketcli of Nýey. Tlie Icelandic National Archives.
lega brennisteinsreyks. Sérhver skipverja er reiðubúinn að vott-
festa með eiði það sem hér fer á eftir. Eyjan er á að gizka 1/9 mílu
og sú púðurgröf, sem þar brennur, er suðvestan á henni og leggur
þar sannarlega og örugglega feiknar reyk upp úr grjótinu. Mynd-
ast þar af svo mikið af vikri, að það þekur sjóinn urn I /8 mílu. Rétt-
vísandi í NNA frá eynni er blindsker, 1 ys mílu frá eynni. Þar eru
miklir brotsjóar og mjög hættulegir sjófarendum, vegna þess að
skerið rís ekki upp fyrir sjávarmál. Eyjan lítur þannig út.
Hér kemur svo teikning, sti teikning, sem hér er birt, og hefur
gosstrókurinn, sem sýndur er á henni, greinileg sérkenni neðan-
sjávargoss, eins og við þekkjum þetta nú frá Surtsey.
Eftirmáli: „Eldurinn er í gjá suðvestan í eynni, og að það sé, er ég
og mínir menn reiðubúnir að sverja, ef þess gerist þörf.“