Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 22
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU RI N N
08
Eru þá upptalin þau eldsumbrot undan Reykjanesi, sem ciruggt
er eða líklegt að orðið hafi síðan land byggðist samkvæmt skráð-
um heimildum. Fullyrða má, að þar hafi gosið a. m. k. 10 sinnum
og að 3 sinnum a. m. k. hafi eyjar risið þar úr sæ, ein eða fleiri, en
engin þeirra er lengur ofan sævar.
Gos fyrir Norðurlandi.
Ut af Norðurlandi hafa einnig orðið neðansjávargos. Elzta frá-
sögn af neðansjávargosi nyrðra er að finna í annálsbroti frá Skál-
holti, sem talið er skrifað á Möðruvöllum, og mun vera samtíma
heimild um þann atburð er hér um ræðir. Þar segir um árið 1372:
„Sázt úr Fljótum og enn víða annarsstaðar lyrir Norðurlandi ný-
komið upp land út af Grímsey til útnorðurs.“ (Isl. Ann. bls. 229).
Á korti frá árinu 1507 eftir Johannes Ruysdi er sýnd eyja milli
íslands og Grænlands og við hana stendur: „Þessi eyja var í ljósum
loga árið 145(5“ („Insula hæc anno 145(5 fuit totaliter combusta").
Ómögulegt er að segja, hvaðan sá hollenzki kortagerðarmaður hefur
þetta, eða hvar sú eyja hefur raunverulega legið, en Mollending-
ar voru öðrum kunnugari norrænum liöftun í þennan tíma, sakir
hvalveiða.
í Ferðabók Eggerts og Bjarna (bls. (548) er þess getið í sambandi
við jarðskjálltann mikla á Norðurlandi II. sept. 1755 að: „Hinn
18. september kom mistur yfir Norðurland, en mest þó í Eyjafjarð-
ar- og Skagafjarðarsýslur. Mistur Jaetta var einskonar reykþoka, alls-
endis ólík því mistri, sem venjnlegt er á Suðurlandi og víðar, og
kemur þegar hvass vindur blæs af öræfum. En að þessu sinni var
aðeins hæg austangola. Þoka þessi var rauðleit, og bar hana inn í
hvern fjörð, en nppi yfir var heiðtir himinn. Hún bar með sér fín-
gert en snarpt ryk, og fundu menn til þess í andliti, en einkum þó
í augum. Manni gæti komið til hugar, að gosið hefði austur í hafi,
því að slíkum sævargosum fylgir einnig reykjarþoka."
Líklega finnst mér það tilgetið hjá Eggert, að hér hafi verið um
öskuryk að ræða, en ekkert verður sagt um gosstöðvarnar. Eldgos
á Jan Mayen er ekki útilokað. Þess má og geta, að samtíma Skaftár-
eldum virðast einnig hafa verið eldsumbrot einhvers staðar norður
af íslandi, en allar upplýsingar um það óljósar, en víst er, að þá bar
mest á brennisteinsfýlu í norðanátt og einnig barst inn ösknryk
með norðanvindi.