Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 24
70
N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
verið því samferða, eða staðið í sambandi við eldgos þetta“ (Norð-
anfari, 7. ár, 1868, bls. 7—8).
Ekki virðist mér leika vali á, að hér hafi verið um neðansjávar-
gos að ræða, enda Mánáreyjar beint út af eidstöðvabeitinu norðan-
lands. Hins vegar virðist mér vafasamt, að setja eftirfarandi fregn
úr Norðanfara 3. des. 1873 í samband við eldsumbrot, án þess ég
geti þó gefið neina skýringu á því sem um getur í lréttinni: „Þriðju-
daginn hinn 11. þ. m. voru sjómenn að beita línu í Syðri-Haga á
Arskógsströnd, sáu þeir þá glampa mikinn á norðvesturloftinu í
stefnu yfir Krossahnjúk, brátt varð glampi jjessi svo mikill, að svo
var sem eldi eða loga slæi í loft upp fjöllum hærra og varaði nokkra
stund. Nú lögðust mcnn þessir til sveliis. Morguninn eftir réru Jreir
til fiskjar og námu staðar þar á miði, er Hagabær var í stefnu að
Krossahnjúk. Litlu fyrir dag sáu þeir aftur glanrpa eða eld í svip-
aðri eða sömu átt, en miklu meiri en kvöldinu lyrir, bæði meiri um
sig og miklu hærra á lolt upp, en þó virtist sem vindur stæði á log-
ann af vestri, því logann lagði mjög til austurs. Þegar lína er dreg-
in á uppdrætti íslands frá Haga ylir Krossalmjúk bendir ln'tn norð-
an við Hornstrandir.
Þannig hefur Jóhann timbursmiður í Syðri-Haga skýrt lrá sýn
þessari og fullvissaði um ,að menn jreir, sem sáu, væru aðgætnir og
sannorðir menn“ (Norðanfari 12. ár. Nr. 15-52, 3. des. 1873, bls. 137).
Gos undan suðurströnd íslands.
Er jrá komið að eldsumbrotum undan eldfjallabeltinu eystra á
Suðurlandi.
En það er skemmst frá að segja, að ekki er vitað með öruggri
vissu um neitt eldgos undan Suðurlandi síðan íslandsbyggð hófst,
lyrir Surtseyjargosið. Raunar telur Þorvaldur Thoroddsen Helgafell
í Vestmannaeyjum hafa gosið eftir að land byggðist og byggir þá á
þeirri frásögn Hauksbókar og Melabókar, að „Herjólfur, son Bárð-
ar Bárekssonar, byggði lyrst Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal
lyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið." Af þessu drógu
Jreir jónas Hallgrímsson og Þorvaldur Thoroddsen jrá eðlilegu
ályktun, að inn í Herjólfsdal hefði runnið hraun frá Helgafelli
eftir landnám, en áður en Hauksbók og Melabók voru færðar í
letur. En eins og próf. Trausti Einarsson hefur sýnt fram á og ég
síðan einnig færði rök fyrir með öskulagaathugunum, hefur ekki