Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 26
72 N Á T TÚRUF RÆ ÐINGURINN brögð að ofsjónum manna í þá átt, þegar hcilt byggðarlag þykist horfa á kveld eftir kvcld ekki minni sjón en heilt eldgos, án þess að nokknr fótur sje íyrir. jafnvel ofan úr Holtum höfðu menn þótzt sjá eld úti í hafi og sýndist það vera milli lands og eyja (Vest- mannaeyja) að því cr einhver merkasti maður þar skrifaði hingað. bað er að minnsta kosti víst, að nærri Vestmannaeyjum helir ekk- ert gos verið allt til 20. þ. m. Hefir hingað borist brjef þaðan, dags. þann dag, þar sem ekki er einu orði minnst á neitt þess háttar. En einmitt 3 kvöldin næstu á undan (17—19) var það sem Landeyingar horfðu á eldinn í stelnunni milli Dranga og Vestmannaeyja.” (ísa- fold 26. sept. 1896., 67. tbl. bls. 267). Þriðja október er enn grein um þetta í blaðinu (69. blað, bls. 27.3). Þar segir: „Helzt er að heyra sem Landeyingar sjeu enn ckki larnir ofan af þeirri trú, að þeir hafi sjeð eldgos úti í hali nú fyrir hálfum mánuði. Er skrifað hingað af Eyrarbakka fyrir fáum dögum: „Landeyjamenn eru hjer hópum saman daglega og ber þeim flestum saman um það, að þeir hafi sjeð eld suður undan Vestmannaeyjum; hafi bjarmann lagt langt á lopt upp og eldstrókur sjest upp ylir allháa eyju (Hellisey), sem bar í logann. Fæstir segjast hafa sjeð þetta nema eitt kveld, sumir tvö, og allir segja þeir að svo áreiðanlegir menn liali sjeð þetta, að óþarfi sje að rengja það. Enginn eldur helir samt sjest í Vestmanna- eyjum, enda kváðu fjöll skyggja á sjóinn í suðurátt þar; aptur á móti sagðist maður úr Hvolhreppi hafa horlt á eldinn hálfa klukku- stund sama kveld og Landeyingar liali sjeð hann". Ritstjóri fsafoldar telur auðsæilega, að vegna undangenginna stórjarðaskjálfta á Suðurlandi sé líklegt að um ofsjónir hafi verið að ræða. Víst er, að margir voru orðnir veiklaðir á taugum eftir allan þann djöfulgang. Þess er þ<> að gæta, að jarðskjálftarnir voru væg- ari í Landeyjunum en annarsstaðar á Suðurlandsundirlendinu. Mér virðist sú staðreynd, að þetta fyrirbæri sést rétt eltir landskjálftana miklu fremur uuka líkurnar fyrir því, að um eldsumbrot hafi verið aðræða. Sumir kippirnir, einkum 27. ágúst og 2.-3. september, voru snarpir í Vestmannaeyjum, þeir snörpustu, sem vitað er um þar síðan sögur hófust, og gætu þar hafa opnast sprungur sem auðveld uðu eldsumbrot. Um staðsetningu þessara hugsanlegu eldsumbrota er það að segja, að til þess að eldstrókurinn sjáist yfir Hellisey úr Landeyjum verður hann að hafa verið næstum í hásuður frá þeirri ey. Frá Hallgeirsey og Bergþórshvoli ber Hellisey milli Brands og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.