Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 52
96 NÁT T Ú RUFR Æ ÐINGURINN Tvö fyrstu bindin af ritverki Jtessu eru: Insekter pd rejse, samið af dr. Erik Fetens Nielsen og Insekt-stemmer samið af dr. S. L. Tuxen. Báðir [ressir höfund- ar eru kunnir vísindamenn. Dr. Tuxen hefur oft komið til íslands, og ferðast víða um landið til skordýrarannsókna. Rannsakaði hann einkum dýralíf við jarðhita. Árið 1944 kom út doktorsrit hans um það efni. Nefnist það: The hut springs of Iceland their animal communities and their zoogeographical signi- ficance. Dr. Tuxen er forstöðumaður skordýradeildar dýrasafnsins í Kaupmanna- höfn og formaður danska skordýrafræðifélagsins. Fyrsta bindið af Dyrenes liv — Insekter pa rejse eftir <lr. Frik Tetens Nielsen er 120 bls. að stærð og skiptist í 10 kafla. Myndir eru af helztu dýrunum, sem greint er frá. f þessu bindi ritar dr. Erik Tetens Nielsen unt skordýr, sem af sterkri hvöt, e. t. v. líkri útþrá mannsins, halda burt frá lieimkynnum sínum til ókunnra staða. Sagt er frá ferðum liðrilda, glermeyja, engispretta, blaðlúsa, maríubjalla o. m. fl. Einn kafli þessa bindis er um hið lræga ameríska stórfiðr- ildi Monarken. En það ler reglubundnar ferðir suður á bóginn er haustar, og norður aftur á vorin, svipað og farfuglar. Fiðrildi þessi hafa verið merkt líkt og fuglar, svo auðveldara væri að fylgjast með ferðum þeirra. Nokkur þeirra skordýra, sent hafa ferðalöngun, og rætt er um í riti Erik Te- tens Nielsen, hafa borizt hingað til lands á eigin vængjum. Má þar fyrst nefna þistilliðrildi, sem olt hefur borizt til íslands. Stundum í svo mikilli mergð, að þess hefur orðið vart víða tun land. Glermeyjar hafa einnig borizt hingað, að öllum líkindum á eigin vængjum. Ennfremur hefur sjöbletta maríubjallan borizt liingað. Hún er nytjadýr, vegna þess, að hún lifir bæði á lirfuskeiði og fullorðinsskeiði á hinum skaðlegu blaðlúsum. Kálfiðrildin, bæði það litla og stóra liafa einnig boriz.t hingað, trúlega á eigin vængjum. Annað bindi af Dyrenes liv — Insekt-stemmer eftir dr. S. L. Tuxen er 164 bls. að stærð, með 90 myndum, og skiptist t 28 kafla. I þessu bindi er skýrt frá því, hvernig margar skordýrategundir geta gefið frá sér hljóð, hvernig það á sér stað og þeint líkamshlutum lýst í máli og myndum, sent framleiða hljóðin. Greint er frá því, hvernig skordýr kallast á, og hvernig hljóð þau gcfa frá sér, þegar þau eru í bónorðsför. Sagt er frá því, hvernig sambiðlar láta til sín heyra, og hvernig syngur í skordýrum á eðlunar- tímanum. Enn fremur er skýrt frá heyrn skordýra og líkamshlutum þeirra í því sambandi o. m. fl. Dýr, sem nefnd eru í sambandi við heyrn og hljóð skordýra í þessu bindi, eru m. a.: bóklýs, skortítur, mýflugur, fiðrildi, veggjatítlur, engisprettur og maurflugur. Af íslenzkum dýrum, sem hér koma við siigu, má nefna hinar al- kunnu veggjatítlur, sent kallast á í göngum, sem þær grafa í trjávið gamalla timburhúsa o. 11., þar sem þær geta valdið tjóni. Þökk sé dr. Erik Tetens Nielsen og dr. S. L. Tuxen fyrir ofangreind rit. Geir Gígja

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.