Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 20
114
NÁTTÚRUFR-
lífsstarfið léttara, og minni hætta á, að menn gefist upp í barátt-
unni. Þróunin er lögmál lífsins í náttúrunni, hún er það einnig á
meðal mannanna. Þess vegna getur ekkert skipulag, sem manns-
heilinn hefir hrundið í framkvæmd, enzt til lengdar, nema lög-
mál það, sem það byggist á, sé lögmál lífsins, þróunin.
Dragi hver út af því þá lærdóma, er hann helzt kýs.
Steindór Steindórsson.
Um erni.
Víða má sjá þess getið, að menn eru hræddir um, að ern-
inum sé stöðugt að fækka hér á landi. Virðist svo, sem margir
telji það mikið tjón, ef örninn, svo fríður og göfugur sem hann
er, gengur með öllu af þessum heimi. Ýmsir hafa þó aðra
meiningu þar um og gráta þurrum tárum örlög arnarins. Flest
munu það raunar vera óbreyttir alþýðumenn, sem máske ekki
kunna að meta fjölbreytni dýralífsins í landinu, en hafa hins
vegar náin kynni af erninum og vita, hver skaðræðisgripur
hann er og vágestur, öllu friðsömu fugla- og dýralífi á þeim
slóðum sem hann heldur sig.
Eg legg engan dóm á það, hvort erninum fjölgar eða
fækkar. En megi trúa nokkru af því, sem um það er sagt, þá
er ekki alveg ósennilegt að honum fækki heldur, enda bendir
og sumt í lifnaðarháttum hans til þess, að dagar hans muni
ekki vera með öllu óteljandi hér á landi. Hann er að vísu al-
friðaður að lögum, en það er mjög vafasamt, hvort lögin geti
bjargað honum frá glötun.
Líklega er nú mest um erni hér á landi við Breiðafjörð.
Hér kvartar enginn um skort á emi, enda er hann alls ekki
sjaldgæfur fugl hér um slóðir, þó áður kunni að hafa verið
meira um hann. Veldur ]>ví að sjálfsögðu, hversu góð lífsskil-
yrði náttúran hefir búið honum hér í byggðarlaginu: Ókleyfir
hamrar, háir og sæbrattir víða, gnægð fugls og eggja í varp-
löndum og fuglabjörgum, og silungur í grunnum og grýttum
ám. Unglömb og aðra smælingja skortir heldur ekki, þegar
ekki er annað fyrir klóm hans í svipinn.
En þó örninn sé bæði stór og illvígur, kemur það þó fyrir,
að hann ætlar sér ekki af um veiðiskapinn. Græðgi hans og