Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 32
126 nattOrufr. Ólafsfirðingum hefir fallið hér í skaut, því að hvort tveggja, kjötið og spikið af þessum smáhvölum er afbragðs gott til mann- eldis. Komu þarna á land um 300 hvalir, frá 6—25 fet að lengd og giskað á1 að muni vega 500—2000 pund, og eru flestir af með- al stærð. — Var símað héðan í næstu þorp og sveitir og sagt frá björginni og mönnum boðið að sækja hingað það, sem veir vildu, fyrir lítið verð. Er utansveitarmönnum seldur hvalurinn á 10— 20 krónur, eftir stærð, og af handa hófi. En Ólafsfirðingarnir þurfa ekki annað fyrir að hafa en að helga sér hver sinn hvalinn, hjálpastsíðan að því að draga þá upp á malarkambinn og þar eru þeir skornir. Hafa nú allir nægilegt kjöt til vetrarins og vel það — því að flestir salta það og „súrsa“ spikið, — það sem ekki er notað nýtt. Síðari hluta dags í gær og gærkvöldi komu bátar úr ýmsum áttum til þess að sækja ,,svín“ og er hér margt manna í dag. Sigl- firðingar, Svarfdælingar, Hríseyingar og Húsvíkingar. Og er búist við að allt verði notað — og eru það ódýr matarkaup að fá t. d. 1000 pund af kjöti, sem líkast er nautakjöti af veturgömlu, fyrir 15 krónur, — og jafnvel ekki neitt. — Hefir komið til orða að senda skip til Reykjavíkur með eitthvað af þessari miklu björg, — svo að ekkert fari til spillis. Slys urðu engin og lítil meiðsli. Theódór Árnason.“ Marsvín (Glopicephalus melas) er sama tegundin og Fær- eyingar nefna „grindafiskur“. Vanalega fer það um sjóinn í stórum hópum, hvergi meðal hvalanna er félagsskapur á hærra stigi en einmitt hjá marsvíninu, enda notar maðurinn sér það í ríkum mæli við marsvínaveiðar. Allur flokkurinn, stundum mörg hundruð, hlýðir í blindni og fylgir blint forustutarfinum; þegar hætta ber að dyrum, er líf og velferð allra hinna dýranna undir snilld hans og dugnaði komið. Heimkynni tegundarinnar er svo að segja allt Atlantshaf, og suðurhluti Kyrrahafs, og í Ind- landshafi og norðanverðu Kyrrahafi eru skyldar tegundir. Aðal- heimkynni þess stofns, sem hingað sendir fulltrúa, er í kringum Azóreyjar, þaðan er leiðangrum stefnt norður á bóginn. Á vorin halda flokkarnir í norðvestur til Suðureyja, Shetlandseyja og Færeyja, en þar fer nokkurn veginn regluleg veiði fram næst- um því árlega í júlí—sept. Sjaldan fara flokkarnir inn í Norð- ursjóinn, en einstöku dýr hafa þó flækst upp að ströndum Sví- þjóðar og Danmerkur. Á hinn bóginn fara þeir norður með Nor-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.