Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiv Tvíbýlisnetla myndar „lifandi" girðingu kringum kálgarð og blómgarð á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd. (Fot.: Ing. Davíðsson). um stöngli. Blómhnoðun tvö og tvö í blaðöxlunum, styttri en blað- stilkurinn. Brenninetla er slæmt illgresi, ef hún kemst í garða. Flestir munu hafa heyrt netludúk nefndan; var hann ofinn úr tref jum tvíbýlisnetlunnar. Geta trefjarnar orðið 70—80 cm langar, og eru talsvert seigar. Tvíbýlisnetlan var áður hin mesta nytjaplanta og notuð á Norðurlöndum og víðar sem vefjarplanta frá ómuna tíð. Dúkar úr netlu voru algengir, finnast stundum leifar af þeim í fornald- argröfum og sýnir það, að plantan hefir verið til nytja afar lengi. Nú er hætt að rækta hana sem vefjarplöntu, og aðrar jurtir, t. d. hör, hampur og baðmull skipa sess hennar. En nafnið netludúkur er ennþá notað um sumar vefnaðarvörur úr baðmull eða hör. Flestum er heldur illa við netlurnar og forðast þær vegna þess að þær stinga eða brenna eins og kallað er. En einmitt vegna brenniháranna, á tvíbýlisnetlan skilið, að henni sé gaumur gefinn og farið sé að rækta hana að nýju sem vörn fram með görðum og girðingum. Fénaður forðast hana og lætur hana alveg ósnerta þótt allt sé bitið í kring, og hún hefir mikla kosti fram yfir brenni- netluna, því bæði er hún miklu stórvaxnari, og svo er auðvelt ao halda henni innan hæfilegra takmarka. Á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd er hún gróður- sett umhverfis kálgarð og blómagarð, og veitir ágæta vörn mest- an hluta sumarsins. Snemma á vorin er hún þó ekki nægileg til varnar, og þarf því að girða garðana lauslega. En netlan gerir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.