Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
iiiiiiiimimiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimiiiiiimiitimiiiiiiiiiiiimmfiiiiiiiiimmmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitimiiiiiiiiiimiimiim
óvandaða girðingu örugga, hylur hana á sumrin og er því einnig
til stórprýði. Auðvelt er að fjölga netlunum og gróðursetja þær.
Þeim má skipta á vorin eins og rabarbara. Er tekinn dálítill
hnaus með netlurótum, grafin hola þar sem netlan á að vaxa,
borið vel í og hnausinn síðan settur í holuna, moldinni þjappað að
rótunum og vökvað vel á eftir. Þrífst netlan þá ágætlega í góðri
mold, lifir fjölda mörg ár á sama stað og myndar þétta, snotra,
allháa runna. Á haustin deyr plantan niður að jörð, en ræturnar
lifa, og stækka netlurnar ár frá ári. Bezt er að gróðursetja tví-
býlisnetluna svo sem m fyrir utan girðinguna, er þá vanda-
laust að halda henni í skefjum og teygir hún brátt stöngla og
greinar upp að girðingunni og þekur hana að utanverðu, svo að
allt sýnist iðgrænn veggur, 1—2 m hár. Þegar búfé hefir einu
sinni brennt sig á netlunni er það vant að halda sig í hæfilegri
fjarlægð frá henni eftir það, og þar með frá netlugirtum görðum.
Garðeigendur ættu að reyna plöntu þessa, þeir munu hafa bæði
gaman og gagn af því. Ingólfur Davíðsson.