Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Aiii Rostungs-heimsókn. Síðastliðinn vetur urðu menn á bæjunum Brekku, Garði og Leirhöfn í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu þess vísari, að rostungur var þar á ferðinni meðfram landi þessara jarða. Að- allega voru það 3 menn, þeir Sigurður Kristjánsson bóndi í Leir- höfn, unglingspiltur úr Garði (sá bær er byggður í landi Brekku) Ingimundur Pálsson og Kristján Magnússon á Brekku, er komust næst honum, einkum þó 2 þeir fyrstnefndu. Fer hér á eftir lýsing á athæfi hans, byggð á eigin umsögn þeirra. Ingimundur Pálsson stóð eitt sinn sem oftar yfir sauðfé í bit- fjörunni á Brekkuskeri svonefndu, en það er skammt sunnan við skipaleguna á Kópaskeri. Kom þá rostungurinn upp að flúðinni, er pilturinn stóð á, og það svo nærri, að eigi var lengra en ea. 10 metrar milli þeirra. Sá pilturinn því mætavel allt útlit dýrsins og aðfarir, en þær voru nokkuð einkennilegar, því að rostungurinn hafði náð í landsel og var að drepa hann þarna á grynningunum við flúðina. Sá pilturinn að rostungurinn hafði rekið vígtennurn- ar (úr efra skoltinum auðvitað) í gegnum selinn. Selurinn var þó með nokkru lífi og reyndi að losna frá þessari „óvætt“, en gekk það illa. Reyndi rostungurinn til að bæla selinn undir sig, en ein- hverra hluta vegna lánaðist það ekki betur en svo, að selurinn losnaði af tönnum hans og komst nokkuð frá og flaut þar í blóði sínu, líklega dauður. Meðan pilturinn sá til fann rostungurinn eigi selinn, hvað sem síðar hefir orðið. En næsta dag eða lengur var hann á sveimi kringum skerið og þá sá Kristján Magnússon hann. Reyndi dýrið þá til að skríða upp á skerið, en tókst það eigi, eða hefir hætt við það. Sigurður Kristjánsson sá rostung á grynnslum fram undan Leirhafnarlandi, og var hann þá að rífa sundur sel, en blóðið og lýsisbráin flaut allt í kring. Komst hann í ca. 10 faðma færi við dýrið. Var þetta að áliti Sigurðar allstór rostungur, en kom eigi mikið upp úr sjónum. Þóttist Sigurður sjá það með fullri vissu, að rostungurinn væri að eta selinn. Sigurður var með haglabyssu hlaðna, og eitt sinn, er rostungurinn lyfti höfðinu upp úr sjón- um, skaut Sigurður á hann. Þá sleppti rostungurinn selnum og færði sig nokkru fjær, en var að sjá alveg óskemmdur, enda þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.