Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllll|||||||||I||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||II|||||||||||||||imm|l„mil„|„„l|||,|||„|||||||||||]||||m|t|,||||m|||||| Samgræðlingar. Þegar greinar liggja þétt hvor upp að annari í skóglendi eða kjarri, þá gróa þær stundum saman. Vegna þunga greinanna sveigist bugðan oft niður á jörð, festir rætur og verður að nýrri plöntu, samgræðlingi. Oft má takast að skera ungar greinar eða brum af plöntum og græða á aðrar plöntur, helzt skyldrar tegund- ar. Er þetta mikið notað af garðyrkjumönnum t. d. við fjölgun rósa og ávaxtatrjáa. Gæta verður þess við samgræðsluna, að vaxt- arlag greinarinnar, græðikvistsins eða græðibrumsins og plönt- unnar, sem á er grætt, stofnplöntunnar, komi saman. Græðikvist- urinn er oft gerður fleygmyndaður í neðri endann; síðan er skor- ið ofan af stofnplöntunni og klofið dálítið niður í hana. Gi’æði- kvistinum er svo stungið í þessa skoru, séð um að allt falli vel saman, og loks bundið þétt utan um. Smám saman grær svo græði- kvistur og stofnplanta saman, samgræðlingur er myndaður. Líka má taka dálítinn barkarbút með brumi, skilja hann gætilega frá móðurplöntunni í vaxtarlaginu, skera langrifu gegnum börk stofnplöntunnar, lyfta barkarvængjunum upp og smeygja barkar- bútnum þar undir. Leggja síðan vængina niður aftur og binda vel um. — Þetta er kölluð græðibrums-aðferðin, en sú fyrrnefnda græðikvists-aðferð. Bæði stofnplantan og græðikvisturinn eða græðibrumið halda hinum gömlu einkennum sínum, en hafa þó ýmiskonar áhrif hvort á annað. Stundum vex græðikvisturinn örara hjá hinni nýju fóstru sinni en hann gerði áður, en stundum dregur úr vextinum. Epla-, peru- og kirsuberjatrjám er iðulega fjölgað með samgræðslu. Greinar eða græðibrum af þessum trjá- tegundum eru oft grædd á lágvaxnar stofnplöntur og þannig myndast dvergtré. Þessir „dvergar" eru minni vexti heldur en hin vanalegu ávaxtatré og lifa líka skemur, en bera fyrr blóm og ávexti, og eru því- mikið ræktuð. Smágerðar rósategundir eru oft græddar í stórar og harðgerðar rósastofnplöntur, og það er líka hægt að græða fleiri en eina tegund á sömu stofnplöntu. Þannig má framleiða fagra blendna rósarunna sem bera margskonar blóm, t. d. hvít, gul og rauð. Hefir slíkt auðvitað fjárhagslega þýðingu. Það er gaman að þessum samgræðlingum og ætti blóm- ræktarfólk að gera tilraunir í þessu efni, t. d. með stofublóm sín, kaktusa o. fl.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.