Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii 111111111111 i 111111111111111111111 ii 11111111111111111111111111111111111111111111111 [ i ii ■ i r ins báru appelsínur en aðrar sítrónur eða milliliði milli þess- ara tegunda. Einhver hinn allra þekktasti samgræðslukynblendingur er Adams gullregn (Cytisus Adami), framleiddur af Adam garðyrkju- manni í nágrenni Parísarborgar 1825. Adam hafði tekið græði- brum af gullregnstegund einni, Cytisus purpureus, sem ber rauð blóm, og grætt það á aðra gullregnstegund gulblómgaða, Cytisus laburnum. Gullregn er allstór, fagur runni með stórum hangandi blómklösum. Hann er af ertublómaættinni, og er ræktaður víða til skrauts í nágrannalöndunum. Nú kom óvæntur árangur í ljós hjá Adam. Samgræðlingurinn hans bar þrennskonar blóm, gul og rauð eins og við mátti búast, og svo komu einnig fram sprotar, er báru rauðleit blóm, sem voru milliliður milli hinna að útliti. Þessi einkennilegi þríeini runni vakti mikla eftirtekt og var álitinn merkilegur kynblendingur milli guls og rauðs gullregns. Honum var fjölgað með græðlingum, og er nú ræktaður víða sem hið mesta metfé og náttúruundur. Fræ myndar hann ekki eða nær aldrei og var einnig að því leyti ólíkur foreldrunum. Margir aðrir samgræðslu-kynblendingar þekkjast, t. d. þyrnimispill, Cratae- gomespilus Asnieresii, myndaður við samgræðslu hvítþyrnis og mispils. — Flestir litu svo á, að hér væri um reglulega kynblendinga að ræða, og væru þeir komnir fram við samruna tveggja fruma. Aðrir neituðu samt þessu, og urðu miklar umræður og deilur um þetta mál. Loks tókst tveimur þýzkum vísindamönnum, Winkler og Baur, að ráða gátuna á árunum 1907—1912. Winkler gerði aðallega tilraunir með plöntur af kartöfluætt- inni (Solanum). Hann valdi þessa ætt af því að ýmsar tegundir af henni er sérlega auðvelt að græða saraan. Einkum græddi Winkler saman tvær tegundir, tómatplöntuna (Solanum lycopersicum), og náttskuggablóm (Solanum nigrum). Þegar stofnplantan og græði- kvisturinn voru gróin saman, þverstýfði hann plöntuna á sam- græðslustaðnum. í sárinu á stúfnum voru þá tvennskonar vefir eða plöntuhlutar, t. d. tómatvefur í miðjunni og náttskuggablóms- vefur báðum megin, eða öfugt. (Sjá 119. mynd). Bráðlega mynd- aðist sárakorkur, sem huldi sárið og hlífði plöntunni. í þessum sár- fleti komu síðan fram brumhnappar. Þroska þeirra er hægt að efla með því að skera hæfilega mikið af plöntunni svo vöxturinn leggist í hnappana (Adventivknopper). Frá brumhnöppunum í sárfletinum geta nú vaxið upp þrennskonar sprotar. Upp af tóm-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.