Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9
..........................IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII...Illllllll...............
2. mynd. Vinstra megin á myndinni er sýndur vaxtardepill (neðst),
blað (efst) og blóm og aldin (í miðju) af náttskuggablómi, en hægra megin
eru sýnd sömu líffæri af tómatplöntu. Aldinið á náttskuggablóminu er blátt,
en á tómatplöntunni rautt. 1.—4. eru ýmsir samgræðslublendingar af þessum
tveimur tegundum, og sést vel hvernig vefur annarar „móðurplöntunnar“
myndar eitt eða tvö cellu-lög um vaxtardepilinn. Einnig eru blöð, blóm og
aldin mjög mismunandi, og oft frábrugðin því, sem er á báðum „foreldr-
unum“. (Eftir Winkler).
atvefjunum í miðjunni spretta auðvitað aðeins hreinir tómatsprot-
ar, og plöntur sem myndast af brumhnöppunum í náttskugga-
blómsvefnum hafa líka öll einkenni náttskuggablómsins. En sprot-
ar, sem vaxa úr samskeytunum, geta orðið blendingar, og einmitt
þeir hafa þýðingu við tilraunirnar.
Þessir samgræðlingar, sem þannig eru fram komnir, geta
verið margvíslegir. Vanalega er þeim skipt í tvo aðalflokka:
geiragræðlinga og hjúpgræðlinga. Sé geiragræðlingur rannsakað-
ur, kemur í ljós, að hann er einkennilegur blendingur samsettur af
tvennskonar vefjum. Takmörkin milli vefjanna eru venjulega slétt
og greinileg. Hver plöntuhluti og hver fruma tilheyra ætíð ann-
ari hvorri samgræðslutegundinni að fullu og öllu, en eiginlegar
kynblendingsfrumur finnast alls ekki. Hægri helmingur laufblaðs
getur t. d. verið úr tómatfrumum eingöngu, en vinstri hlutinn
getur verið myndaður af náttskuggavef og með öllum einkennum
vanalegs náttskuggablaðs. — Mislit blöð á ýmsum plöntutegund-
um eru oft mynduð á þennan hátt. Öll blöð á annari hlið plönt-
unnar geta líka tilheyrt einni plöntutegund og blöðin á hin-