Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 iiiuniHiiiiiiMiiimiiiuiimiimiiimiiimiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimiimiimmimiiiiiiiiiiiiMimmiiiimiiimimiiiimi V atn sdalshólar. Jakob H. Líndal á Lækjamóti ritar í 2. hefti Náttúrufræð- ingsins 1936 merka grein, sem skýrir næstum til fullnustu, hvernig Vatnsdalshólar muni vera til orðnir, en það hefir engum á undan honum tekizt að gera. Jakob færir ljós rök fyrir því, að Vatnsdalshólar séu hvorki til orðnir af framburði jökla, né af eldgosi, heldur af framhlawpi úr Vatnsdalsfjalli, gegnt hólunum hinu megin Vatnsdalsár. Eftir verður aðeins að gera sér Ijóst, hvernig efnið í hólana hefir kom- izt þvert yfir mynni Vatnsdals, án þess að skilja þar eftir neinar verulegar minjar, og upp í hálsinn vestan megin dalsins. — Ligg- ur sú skýring allra næst að hugsa sér, að jökull hafi legið í botní dalsins, þegar fjallið brast fram, og að skriðan hafi hlaupið á jöklinum þvert yfir dalinn og yfir í hálsinn. Mætti þá vel hugsa sér, að jökli þessum í botni dalsins hafi hallað frá fjallinu og yfir í hálsinn og væri þá skilið til fulls hlaup skriðunnar þvert yf- ir dalinn. En þetta stenzt ekki, ef svo er, sem höfundur heldur fram, að Vatnsdalshólar séu til orðnir eftir ísöld, og því er það, að höfund- ur grípur til þeirrar skýringar, að jökulbunga — líklega leifar af ísaldarjökli — hafi runnið samtímis og fjallstykkið, þannig að fanndyngjan hafi steypzt ofan í dalinn næst fjallinu, en grjótið kastast yfir hana og upp í hálsinn. Þessi skýring er langt sótt og ekki að sama skapi eðlileg sem önnur atriði í kenningu höfundar um uppruna hólanna. Hefi eg því leitast við að finna á þessu at- riði — flutningi efnisins yfir dalinn — aðra lausn, en hún er þessi: Framhlaupið eða skriðan er óháð því, hvort jökull hefir legið á fjallinu eða ekki. Fjallið hefir brostið fram mest megnis í stór- björgum. Hafa sum staðnæmzt á botni dalsins, en önnur kastast alla leið vestur í hálsinn, þar sem hólarnir standa nú. Við þetta stíflaðist Vatnsdalsá og undirlendi dalsins breyttist í stöðuvatn. Lagðist þá mikill vatnsþungi á skriðuna og þar hefir Vatnsdalsá brotizt fram, því að aldrei hefir hún fallið vestur fyrir hólana. Skriðan hlýtur og að hafa verið svo holótt, að vatnið hafi átt auð- velt með að komast í gegnum hana. Af sömu ástæðu er og senni- legt, að áin hafi eftir sem áður runnið fram á botni dalsins undir skriðunni og grafið leirinn undan henni, og hlaut þá skriðan að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.