Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiimiimiimiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii Hlíðaburkni (Cryptogramme crispa). a er gróbært blað, en h grólaust; c er hluti úr gróbæru blaði (Eftir Blytt). anum í sprungum og á klettastöllum þarna á hlíðarhorninu, og óx hann víða einvörðungu, í smá brúskum á svipaðan hátt og tófu- gras, sem hin grólausu blöð hans líkjast allmikið. Hlíðaburkninn hefir stuttan, láréttan jarðstöngul. Blöðin eru tvennskonar, gróbær og grólaus. Þau eru breiðegglaga og þrífjöðruð og eru gróbæru blöðin stilklengri og hærri en hin. Rendur gróbæru blaðanna eru uppundnar, og er það gott einkenni. Eg leitaði víðar að burkna þessum, en árangurslaust. Samt má vel vera, að hann finnist á fleiri stöðum, þegar leitað verður í fleiri héruðum, og skal engum getum leitt að því að sinni, hvernig burkninn er til Hesteyrar kominn. Hann er algengur í norðan- verðum Noregi og vex þar, eins og hér, einkum í urðum og klettum. Önnur sjaldgæf planta á Hesteyri er broddkrækill (Sagina subulata). Lítil planta, kirtilhærð, og eru blöðin með löngum gagn- sæjum oddi. Á Vestfjörðum er hún aðeins fundin á tveimur stöð- um áður, Eyri í ísafirði og Nausti við Skutulsfjörð, af Ingimar Óskarssyni. Nú fann eg hana bæði á Hesteyri og í Aðalvík. „Mógrafaveiðimanninn“, blöSrujurtina (Utricularia minor),

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.