Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25
aiiaiiiiiiiiifliiifiiiiiaiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Jarðborun í Danmörku.
Einhverjar merkustu fréttir, sem eg kann að segja frá Dan-
mörku, síðan eg kom hingað fyrir nokkru síðan, eru þær, að eftir
langs tíma borun gegnum danskan jarðveg, hefir jarðnafarinn
loks komizt gegnum krítina, sem er það mikla hellubjarg, sem
Danmörk stendur á. Borunin hefir farið fram nálægt Kolding á
Jótlandi og stendur amerískur verkfræðingur fyrir verkinu. Hef-
ir borun þessi staðið yfir nú á annað ár og hefir kostað um 100
þúsund krónur, en ríkið greiðir kostnaðinn. Borunin er komin
860 metra niður, þ. e. 2580 fet, eða eins og væri borað gegnum
eitt af fjöllum okkar heima á íslandi af miðlungshæð.
Til hvers er borað?
Það er gert í von um, að finna olíu eða annað verðmætt efni,
sem gæti launað sig að ná upp úr „iðrum jarðar“. Það er nú komið
upp úr kafinu, að neðan við krítina tekur við hart, saltkennt sand-
og leirlag, frá Permtímabili; og kemur það heim við boranir, sem
Þjóðverjar höfðu áður látið gera suður í Holsetalandi. En þegar
þar var dýpra borað, kom einnig upp jarðolía, og hafa Þjóðverj-
ar getað notað hana sér til mikils hagnaðar, ásamt saltinu. Það
má því vænta, að Danir komi einnig nafri sínum í feitt með því
að bora dýpra, og verður því boruninni ótrautt haldið áfram a.
m. k. þar til komið er niður í 1200 metra dýpi.
Til borunarinnar er notaður ýmist flatur meitill, eitilharður,
eða holmeitill, álíka harður og eins og pípa í laginu. Meitillinn
hangir í stáltaug og með mótorvindu er hann ýmist dreginn upp í
vissa hæð og svo látinn detta á víxl — með stuttu millibili — og
molar hann þá jarðlagið sundur mélinu smærra, en vatn er stöð-
ugt látið streyma niður nafarsraufina og skolar vatnið upp öllu
ruslinu jafnóðum, eða því er dælt upp. En holmeitillinn er notað-
ur meðfram vegna þess, að geta með honum fengið við og við
óskaddað sýnishorn af jarðlaginu, sem hann fer í gegnum.
Eins og gefur að skilja, gefur slík borun sem þessi ágæta
vitneskju um byggingu jarðlaganna niður eftir og upp, og kemur
það jarðfræðingum mjög að gagni frá vísindalegu sjónarmiði.
Hvenær ætli við íslendingar höfum efni á því, að framkvæma
slíkar og þvílíkar boranir gegnum okkar blágrýtis- og móbergs-