Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 iiiiiiiiitiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiini Stjörnuarfi (Stellaria crassifolia). Stjörnusteinbrjótur (Saxifrag’a stel- laris). Tágamura (Potentilla anserina). Tóugras (Cystopteris fragilis). Tryppanál (Juncus arcticus). Tröllastakkur (Pedicularis flammea) Túnfífill (Taraxacum acromaurum). Tungljurt (Botrychium lunaria). Túnvingull (Festuca rubra). Túnvorblóm (Draba rupestris). Týsfjóla (Viola canina). Týtulíngresi (Agrostis canina). Vallarfoxgras (Phleum pratense). Vallarsveifgras (Poa pratensis). Vallelfting (Equisetum pratense). Vallhumall (Achillea millefolium). Vallhœra (Luzula multiflora). Varpasveifgras (Poa annua). Vatnsnarf agras (Catabrosa aquatica) Vegarfi (Cerastium cæspitosum). Þrílaufungur (Dryopteris pulchella) Þursaskegg (Elyna Bellardi). Þúfusteinbrjótur (Saxifraga groen- landica). Ætihvönn (Archangelica officinalis). Enda þótt 182 tegundir séu taldar hér, hefi eg ekki fundið þær allar sjálfur. Frk. Ingibjörg Finnsdóttir, kennari í Bæ í Hrúta- firði, fann t. d. hjartablöðkuna við Fýlingjavötn. Einnig tjáði hún mér, að Finnur Guðmundsson hefði fundið álftalaukinn í Sviðu- vatni og blöðrujurtina í mógröf fyrir neðan túnið á Bæ. Ýmsar fleiri upplýsingar um gróður og gróðurfar gaf frk. Ingibjörg mér og vil eg hér með þakka henni fyrir það. Viðvíkjandi legu Fýlingjavatna skal þess getið, að á upp- drætti herforingjaráðsins af þessum slóðum eru þau ekki talin til Bæjarhrepps, heldur Laxárdals. Um þetta atriði hefi eg átt bréfa- skipti við frk. Ingibjörgu, sem er mjög vel kunnug á þessum slóðum, og telur hún engan vafa á, að þetta sé „villa“ á uppdrætt- inum. Einnig hefi eg átt tal um þetta við kunnuga úr Laxárdal, sem álíta, að vötnin teljist þeim megin, þar sem þau hafi af- rennsli til Laxárdals. Um hnotsörvann vil eg geta þess, að eg fann allmikið af hon- um í mógröf fyrir neðan túnið í Bæ og einnig áður í grunnum smátjörnum sunnarlega á Holtavörðuheiði. Athygli skal vakin á því, að þar sem samfelldar breiður eru af gróðri og jarðvegurinn frjósamur, bera plönturnar oft ekki blóm eða ax, enda þótt svo sé þar sem frjósemi jarðvegsins er minni, heldur virðist öll frjósemin fara í blöðin. Sem dæmi um þetta má nefna reyrinn. I gróðurmiklum hlíðalautum er hann sjaldan axbær, en þar sem hann vex í óræktar móflesjum er hann ætíð axbær og blöðin þroskalítil. Þetta kemur líka heim við kenningar búfræðinnar um það, að bera ekki of mikið á, þeg- ar grasfræi er sáð með það fyrir augum að framleiða fræ. Athuganir þessar eru gerðar sumarið 1936. GuðbrancLur Magnússon.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.