Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111131111M11111111111:3111111111111 [[ 11 s 11111111111 r barrsöngvara“ (B. Sæm.: íslenzk dýr III., Fuglarnir, bls. 163— 164). Hann á heima í Norður-Ameríku á sumrin, en fer á vet- urna suður á bóginn, alla leið til Suður-Ameríku. Einn karlfugl af þessu tagi hefir þvælzt alla leið hingað, og fannst dauður í Vík í Mýrdal seint í október 1913. B. Sæm. telur, að köttur hafi orð- ið honum að bana hér, en líklega hefði hann ekki getað lifað hér lengi, þar sem vantar rammann um heimili hans, greniskógana. Á. F. Selafárið 1918. Fyrir nokkrum árum ritaði hinn góðkunni fræðimaður Guð- mundur G. Bárðarson grein í Náttúrufræðinginn og skýrði þar frá selafárinu á Húnaflóa árið 1918, og mæltist þar til þess, að menn víðar af landinu segðu frá reynslu sinni í þessum efnum. Eg hefi á undanförnum árum reynt að fá sem fyllsta vitn- eskju um þetta hér í Norður-Þingeyjarsýslu, en eigi getað fengið hana eins glögga og eg vildi. Þó er mér óhætt að fullyrða, að þetta sumar hefir borið talsvert á þessu í báðum Þingeyjarsýslum, því að hér og þar rak óvanálega mikið af sel á ýmsum jörðum, þó mest þar, sem látur voru nærri. Samt veit eg eigi til, að rekið hafi fleiri en 5 seli á sama reka. Hér í Lóni rak 3 landseli þá um sumarið. Voru 2 þeirra mik- ið skaddaðir, en einn þeirra var alveg heill og aðeins dauður, er hann fannst, því að þegar eg um 6 tímum síðar tók af honum skinnið, var hann volgur innan. Og þegar eg hvergi sá merki þess, að selurinn hefði fengið skot í sig, þá skoðaði eg vandlega inn- ýflin, og þá sá eg svo glögg merki þess, að lungun hefðu eigi ver- ið heilbrigð, að eg fyrir mitt leyti taldi fullvíst, að veikindin í þeim hefðu orðið honum að bana. Dag þann, er selur þessi fannst, var stórbrim. Hafði hann flúið úr briminu upp á rekann hérna, ofurlítið hærra en sjór gekk hæst, og dáið þar. Sést bezt á þessu, hve þung honum hefir þótt vistin í sjónum og briminu síðustu augnablik æfinnar. Lóni, 28. október 1936. Björn Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.