Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39
HiiiMiiiiiiiiiiiiHitiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiimmiiiiimiiiiimmiiiiiiiimmnmmmnmmmmmnmnmmmmmnmm'
Hvað er langt til stjarnanna?
Þegar við horfum hrifin á heiðstirndan himininn, gerum við
okkur ef til vill ekki í hugarlund, hvílík órafjarlægð er til gim-
steinanna í geimnum, stjarnanna. Fari maður að hugsa um fjar-
lægðirnar í himingeimnum, héðan til fastastjarnanna, og frá einni
stjörnuþokunni til annarar, sundlar hugann, maðurinn, jörðin,
sólkerfið verður að engu, og tíminn hverfur eins og dropi í úthaf
ómælisins. Seinna getur Náttúrufræðingurinn ef til vill flutt efni,
sem fjallar nánar um þetta; í þetta skipti skulum við virða fyrir
okkur fjarlægðirnar í sólkerfinu okkar, með því að virða fyrir
okkur, hve lengi við myndum vera á leiðinni héðan til reikistjarn-
anna og til sólarinnar.
Ef við gengjum dag eftir dag, 10 km á klukkustund, 10 klst.
á dag, gætum alltaf haldið áfram með sama hraða, og mættum
hvergi torfærum, þá myndum við vera 400 daga að ganga kringum
jörðina. Við leggjum af stað frá Grímsey 1. marz 1937, og förum
þessa ímynduðu braut beint til norðurs. Við rekumst þá á Græn-
land á leiðinni, og verðum að fara yfir nokkurn hluta þess, en
þann 27. marz er fyrsta áfanganum náð. Við erum komin á Norð-
urheimskautið. Við höldum áfram dag eftir dag sömu stefnu, sem
nú er til suðurs. Fyrst liggur leiðin yfir endalausan ís, en þá yfir
úthaf. 18. apríl sjáum við land, það er norðurströnd Austur-Síber-
íu. Við höldum áfram yfir Síberíu, þar næst yfir skagann Kamt-
schatka, en þá tekur Kyrrahafið við, og nú fer okkur heldur en
ekki að hitna. 4. Júní erum við á Miðjarðarlínu, NA af Nýju
Gúíneu, og ennþá höldum við áfram yfir óendanlegt haf, fram hjá
Ástralíu, sem er fyrir vestan okkur, og Nýja Sjálandi, sem er
fyrir austan. Þann 20. september höfum við aftur „land undir
fæti“, við nálgumst nú Suðurheimskautið, en þangað erum við
komin 13. október. Við höldum sömu stefnunni þaðan, nú til norð-
urs, burt frá kuldanum, og eftir nokkra daga erum við aftur kom-
in út á haf. 21. janúar 1938 erum við aftur komin á Miðjarðar-
línuna, nú erum við á milli Afríku og S-Ameríku, þar sem mjóst
er Atlantshafið, en hvergi sjáum við land. Við höldum áfram til
norðurs, fram hjá Afríku, Spáni og Bretlandseyjum, og komum
heim til föðurhúsanna 5. maí 1938, og höfum þá verið 400 daga
á leiðinni.