Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iMimiimiimiimiiiiiiiiiiimiimiiiimmnimmiiiiiiHiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiinniiiiniiiiimiiiiniinir Þessi ferðasaga gefur dálitla hugmynd um stærð jarðarinnar. En ef yið hefðum nú flogið, í stað þess að ganga, og farið með 500 km hraða á klst., þá hefðum við ekki verið nema 8 daga að fara þessa sömu leið. Þennan hraða viljum við því hafa, ef við hugsum okkur að við skreppum til tunglsins, sólarinnar, eða reiki- stjarnanna. Ef við förum kringum jörðina í flugvél með þessum geypi-hraða, en höldum áfram dag og nótt, erum við ekki nema 3 daga og 8 klst. á leiðinni, þangað til við komum heim aftur. Nú leggjum við af stað til tunglsins með þessu áframhaldi. Eftir 32 daga getum við verið komin þangað. En veljum við það heldur, að heimsækja kvöldstjörnuna fögru, Venus, sem er nær okkur en nokkur annar hnöttur að tunglinu fráskildu, verðum við þegar skemmst er á milli 9 ár og 3 mánuði á leiðinni. Frá Venusi höldum við áfram í áttina til sólarinnar, en lendum þá á Merkúr á leiðinni, en þangað erum við 11 ár og nærri 5 mánuði. Nú er aftur áfanginn til sólarinnar, hann förum við á 13 árum og tæpum 3 mánuðum. Við höfum þá verið um 34 ár á leiðinni frá jörðinni til sólarinnar, öll ferðin stendur því yfir í 68 ár, þ. e. a. s.: ef flugvél, sem þetta ímyndaða farartæki okkar, kæmi úr slíkri ferð í sumar, yrði það að hafa lagt af stað héðan árið 1870. 15 ára piltur, sem farið hefði með vélinni, væri þá orðinn 83 ára þegar hann kæmi aftur, og vel þess verður að komast á ellilaun. Ef við veljum okkur aðra „stefnu“ fyrir næsta leiðangur, og förum í heimsókn á þær reikistjörnur, sem fjær eru sólunni en jörðin, skulum við velja okkur ennþá hraðskreiðara farartæki en flugvélina frægu; við skulum hugsa okkur, að við getum ferðast á kúlu úr nýmóðins hernaðarriffli, og farið 100.000 km á sólar- hring. Með slíkum hraða værum við ekki nema rösklega 9 V2 klst. kringum jörðina, og tæpa 4 daga til tunglsins. Með þessum feikna- hraða leggjum við af stað „út í nóttina“, burt frá sólinni, og lend- um á Marz eftir 2 ár og 50 daga. Næsti áfanginn, frá marz til Júpíter, er nokkuð langur, hann tekur nærri 15 ár. Ennþá lengjast þó áfangarnir að miklum mun, þannig að við verðum 18 ár frá Júpíter til Satúrnusar, ca. 39 '/2 ár þaðan til Úranusar, um 44% árs frá Úranusi til Neptúnusar, og loks 42 ár þaðan út að yztu þekktu stjörnu sólkerfisins, Plútó. Með hraða riffilskúlunnar værum við um fjögur ár og einn mánuð frá jörðunni til sólarinnar, eða rúm átta ár þvert yfir jarð- brautina. Ef við hugsum okkur nú jarðbrautina hálfan annan millimetrcL að þvermáli, væri vel hægt að sjá sólina í smásjá, en

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.