Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 ....................... Árangur íslenzkra fuglamerkinga XII. Endurheimtur 1936. A. Innanlcmds: 2) Hrossagauksungi (Capella gallinago faeroensis), juv. Merktur (6/802) á Hofi í Vopnafirði, þ. 23. júlí 1936. Fannst dauður sama staðar nokkurum dögum síðar. Hafði flogið á símavírana. 3) Hrossagauksungi (Capella gallinago faeroensis), juv. Merktur (6/919) hjá Lóni í Kelduhverfi, þ. 13. júlí 1936. Drepinn af hundi sama staðar skömmu síðar. 4) Óðinshani (PhaUiropus lobatus), juv. Merktur (8/ 813) á Sandi í Aðaldal, þ. 13. júlí 1936. Fannst dauður sama stað- ar þ. 20. júlí. 5) Skúmsungi (Catharacta skua skua), juv. Merktur (3/647) hjá Skógum í Axarfirði, þ. 25. júlí 1936. Fannst væng- brotinn og var lógað á Nýjabæ í Kelduhverfi þ. 2. sept. s. á. 6) Skúmsungi (Catharacta skua skua), juv. Merktur (3/763) á Hala í Suðursveit, þ. ? ? 1936. Flaug á símavíra og drapst af því þ. 25. sept. s. á., hjá Skógum í Axarfirði. B. Erlendis: 2) Duggönd (Nyroca marila marila), $ ad. Merkt (3/395), á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 18. júní 193+\. Veiddist í net í Zuiderzee, hjá Pampus á Hollandi, þ. 13. októ- ber 1936. 3) Grágæs (Anser anser), juv. Merkt (2/53) á Sandi 1 Aðalvík, þ. 8. júlí 1936. Skotin við ána Tay á Skotlandi, þ. 26. október 1936. 4) Hrossagauksungi (Capella gallinago faeroensis), juv. Merktur (6/1224) á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 8. júní 1936. Skotinn þ. 8. nóvember 1936 í Wilton, Murroe, í Limerick á írlandi. 5) Rauðhöfðaandarungi (Mareca penelope), juv. Merktur (4/684) á Sandi í Aðaldal, þ. 4. ágúst 1936. Skotinn snemma í nóvember 1936, á Prince Edward Island, Canada. — (Heimild: Dagblaðið „Prince Edward Island Pioneer", 7. nóv- ember 1936.)

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.