Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 11
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
105
með einum toppi. Nú er eftir að vita hvað við getum lesið út úr
þessum einkennum, en til þess skulum við taka dæmi annars
staðar frá.
Fjöldi:
3. mynd.
Yfirlit yfir stærðina á skarkola (slitna línan) og ýsu (heila línan) eftir
mælingum, sem gerðar voru á „Þór“ í Faxaflóa í maí 1937. Á skar-
kola-línuritinu eru margir smá-toppar, sem ómögulegt er að heimfæra
undir neina ákveðna aldurs-flokka. Á ýsu-línuritinu sést það aftur
greinilega, hvernig ársgamla ýsan (I) sker sig úr, þar sem þær stærstu
ná því varla að vera jafnstórar þeim smæstu, sem eru tveggja vetra
gamlar. Auk þess vantar hér (í stofninn) auðsjáanlega að mestu leyti
tveggja vetra ýsu og ýsu, sem er eldri en þriggja vetra, og því sker
þriggja vetra ýsan sig úr líka.
Á 3. mynd sjáum við árangurinn af ýsu-mælingum, sem gerð-
ar voru í Faxaflóa 24. maí 1937 (heila línan). Hér sjáum við, að
langmest ber á ýsu, sem er um 15—20 cm á lengd (I) þannig
að við fáum hér um bil sérstakt tvíhliða línurit með einum
toppi. Aldursrannsóknir á þessari ýsu leiddu í ljós að hún var
öll ársgömul, og nam ársgamla ýsan að fjöldanum til 61,9% af
allri veiðinni í þessari mælingu. Á myndinni sjáum við svo að
það vantar hér um bil alveg ýsu af stærðinni 20—28 cm. Þetta
er sú stærð, sem tveggja vetra ýsan ætti að hafa í Faxaflóa á