Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 ur, ekkju Guðmundar heitins, fékk ég ritið algerlega í mínar hendur, hélt útgáfunni áfram upp á eigin spýtur og tókst að láta 3.—9. árgang ritsins líta dagsins ljós. Margir erfiðleikar voru á þessari sjö ára leið ,en tveir þó mestir. Annar þeirra var fólginn í þröngum fjárhag almennings þessi árin, er gerði þyngra fyrir um að bæta við kaupendatöluna og innheimta endurgjald rits- ins. Og þegar stríðið hófst, bættist hinn erfiðleikinn við. Vegna skorts á hæfum pappír varð ritið stundum að liggja vikum og jafnvel mánuðum saman albúið til prentunar frá minni hendi og bíða eftir pappír. Hefði Náttúrufræðingurinn haft fjármagn á bak við sig, myndi hann hafa getað átt pappírsforða til þess að mæta erfiðleikunum með, en því var ekki að heilsa. Þegar þessi truflun bættist við erfiðleika þá, sem ferðalög mín hlutu að valda, var sízt að furða, þótt regluleg útgáfa ritsins drægist úr hömlu. Þegar þessar ástæður lögðust við aðrar, sem ekki verða nefndar hér, kaus ég að gera tilraun til þess að blása nýjum anda í ritið, sem mér var mjög annt um, og hvarf að því ráði vorið 1940, að selja það hr. yfirprentara Guðjóni Guðjónssyni, þar sem ég taldi að hann stæði að mörgu leyti betur að vígi en ég til þess að koma ritinu reglulega út, meðal annars vegna þess, að hann hafði þá um skeið fengizt við útgáfustarfsemi. Reynslan undan- farin ár hefir þó sýnt það, að hann hefir einnig haft örðugleika við að etja, enda hefir ekki útgáfa Náttúrufræðingsins færzt í það horf, sem við höfðum vonað. Náttúrufræðingurinn er nú orðinn tíu ára gamall, þrátt fyrir allt, og á efnisyfirlit það yfir tíu fyrstu árgangana, sem birtist í síðasta hefti, að gefa hugmynd um, hvað hægt er að sækja í Nátt- úrufræðinginn, eftir tíu ára starf. Vona ég að mörgum þyki góð- nm árangri hafa verið náð og ég fyrir mitt leyti er ánægður með útkomuna eftir atvikum og þykir ibetur farið en heima setið. Hitt er þó víst, að mörgum mun þykja efni og einkum afgreiðslu ritsins hafa verið í ýmsu ábótavant undanfarin tíu ár, og er það að vonum, þar sem hver hefir sinn smekk og mikið hefir vantað á að ritið hafi verið eins fullkcmið og ég hefði viljað. En þegar á allt er litið, gegnir það í raun og veru furðu, að kleift skuli hafa verið að halda Náttúrufræðingnum úti í tíu ár og það meira að segja iþau tíu árin, sem að mörgu leyti hafa verið erfiðust þessari þjóð. Það, að þetta hefir tekizt, iþrátt fyrir allt, er að mínum dómi full sönnun fyrir því, að við Guðmundf ur heitinn Bárðarson höfðum á réttu að standa, þegar við hugð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.