Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 53
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
147
Brynstirtla (Caranx trachurus). Dan. Fauna.
Það lætur að líkum, að margar verða á þennan hátt marglytt-
unni að bráð. Þegar haustar hverfur brynstirtlan ung sem gömul
af grunnmiðum, þar sem hrygningarstövðarnar voru og gengur
á haf út.
í öðrum löndum er brynstirtlan talin sæmileg til matar síðari
hluta sumars þegar hún er feit, en ekkert er þó sótzt eftir henni
og þykir hún standa langt að bfiki makrílnum.
í fiskabók sinni segir Bjarni Sæmundsson eftir heimildum
frá Jónasi Hallgrímssyni, að brynstirtlu hafi einu sinni orðið
vart hér við land. Segir þar að Þorleifur Jónsson frá Bíldudal
hafi veitt hana úti af Yestfjörðum og gefið hana á dýrasafnið í
Kaupmannahöfn. Bjarni telur líklegt að þetta hafi verið einhvern
tíma á árunum 1835—1840, en getur þess að fiskur þessi sé þá
(1926) ekki til á safninu í Höfn og muni hafa glatazt, frekar en
að um misskilning hafi verið að ræða frá byrjun, og auk þess
getur Bjarni þess, að fundarins hafi hvergi verið getið í ritum
danskra náttúrufræðinga.
Það má telja víst að Jónas hafi annaðhvort fengið þennan fisk
í hendur sjálfur og afhent hann safninu og ekki er að efast um
að hann hafi þekkt hann, eða þá að hann hafi haft spurn af hon-
um á safninu, hafi aðrir verið komnir með hann þangað á undan
honum, og er ekkert líklegra, jafn handgenginn cg Jónas var
forustumönnum safnsins. En eftir þetta spyrst ekkert til bryn-
stirtlunnar í um það bil 100 ár, eða þangað til 1937. Þá veiða
drengir í Hafnarfirði nokkra fiska við bæjarbryggjuna 12. sept-
emlber og hefir Bjarni Sæmundsson ritað um það grein í Nátt-
úrufræðinginn (VII. árg. bls. 120). Eftir það spyrst enn ekkert