Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 3
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
97
ÁfíNI FfílÐfí/KSSON:
BEITUSMOKKURINN
Lindýrin skiptast í fimm flokka, nefnilega:
1. Sænökkva.
2. Snigla.
3. Skipstennur.
4. Skeldýr og
5. Smokka, smokkfiska eða kolkrabba.
Áður hefir birzt ritgjörð um íslenzka landsnígla hér í Náttúru-
fræðingnum.*) Hér verður nú beitusmokkurinn gerður lítils-
háttar að umtalsefni.
Ég geri ráð fyrir því, að flestir þeir lesendur Náttúrufræð-
ingsins, sem við sjávarsíðuna búa, viti góð skil á því, hvernig
beitusmokkurinn lítur út, en vegna hinna, sem ekki bera kennsl á
þetta dýr, er sett hér mynd til skýringar. Beitusmokkurinn telst
til smokkanna eða kolkrabbanna, en af þeim eru til nokkrar teg-
undir hér við land. Þeim er skipað í tvo flokka eftir því, hvort
þeir hafa átta eða tíu anga (arma) framan á höfðinu og telst beitu-
smokkurinn til þeirra síðarnefhdu. Ef við lítum á myndina sjá-
um við, að allir armarnir eru alsettir sogskálum á þeirri hliðinni,
sem inn ve'it. í röndum sogskálanna er eins og gjörð úr kítíni, og
á þessari gjörð eru ýmis konar krókar eða þyrnar. í botni hverr-
ar sogskálar er mjúk húð og í hana liggur vöðvi innan úr armin-
um. Vilji nú beitusmokkurinn ná bráð sinni og halda henni fastri,
grípur hann hana með örmunum og læsir þyrnunum á röndum
sogskálanna inn í húð hennar, þannig, að gjörðin fellur þétt að
húðinni. Síðan eru vöðvarnir í botnum skálanna dregnir saman
(styttir), en við það ,,lækkar“ botninn, skálin, sem nú er lokuð á
alla vegu, vex, (dýpkar), svo að loftið í henni verður að þynnast,
en við það verður loftþrýstingur utan á skálinni meiri en inni í
henni, þ. e. skálin festist enn betur. Við sjáum að allir armarnir
tíu standa fram úr höfðinu, og eru átta þeirra nokkurn veginn
jafnlangir, og styttri en hinir tveir. Þeim er skipað í hring í
*) Náttúrufr. 5. árg. 1935, bls. 49.