Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 92
184
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
0,8%. Meðallengd þeirra var 24,86 cm. Alls höfðu iþá endur-
veiðzt 16 fiskar eða ca 2% af þeim, sem merktir voru. Yfirlit
yfir stærð hinnar endurveiddu murtu lítur þannig út:
Endurveidd murta 1939 og 1940.
Cm Fjöldi Meðallengd %
31 1 6,3
30
29
28
27
26 1 24,06 6,3
25 2 12,5
24 6 37,4
23 3 18,7
22 2 12,5
21 1 6,3
Samtals 16 100,0
Við stærðarsamaniburð á hinni merktu murtu og þeirri, sem
endurveiddist, kemur í ljós, að ein murtan hefir vaxið upp í 31
cm. Þessi fiskur endurveiddist frá Þingvöllum ca 12Vá mán. eftir
merkingu. Enda þótt sá tími hafi liðið, verður tæplega ályktað
að hér sé um eðlilegan murtuvöxt að ræða. Sé miðað við þá
lengstu, sem merkt var, 29 cm, ætti hún á einu ári að ihafa vaxið
um 2 cm. Verður það að teljast óvenjulegur vöxtur, en þó miklu
fremur ef um einhverja aðra er að ræða. Hér virðist því aðeins
tvennt koma til álita, annaðhvort er þetta ungbleikja, þá er
vöxturinn sízt of mikill, eða að fiskurinn hefir aldrei verið
merktur, heldur væri hugsanlegt að veiðiugginn hefði á ein-
hvern hátt skemmzt. Hér verður haldið sér við fyrra atrðið, að
um ungblei'kju sé að ræða, og í þvtí sambandi er rétt að minnast
niðurstöðu dr. Bjarna Sæm.. hann endurveiddi 67 fiska, þar af
4 bleikjur eða 6% af uppihæðinni. Við endurveiðum 16 fiska,
þar af 1 bleikju, eða sem næst 6% af upphæðinni. Vitanlega
getur hér hending ein ráðið, eigi að síður er þessi niðurstaða at-
hyglisverð, þó ekki þyki þörf að fara út í það frekar hér. Eins
og áður er getið var murtan merkt í Vatnskoti, og þar endur-