Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 86
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
nesti. Kostnaður verður 12—15 krónur. Þátttaka tilkynnist í
síma 5487 ekki síðar en á föstudag.
Stjórnin.
Lagt var af stað kl. 9,30 frá Bifreiðastöð Reykjavíkur í 20
manna bíl. Þátttakendur. voru 13, en 3 bættust við á leiðinni.
Farið var til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Fyrst var numið staðar
við Elliðaár til þess að gera jarðfræðilegar athuganir. Þá voru
skoðuð gömul fjörumörk við Árbæ og gamalt tjarnarstæð.i með
kísdleir við Hólmsá. Einnig var numið staðar á Kambabrún, en
nesti snætt í Tryggvaskála. Þaðan var haldið til Stokkseyrar og
Eyrarbakka og gengið í fjöruna (háfjará var um kl. 13,30), en á
ledðinni var váða numið staðar til þess að skoða jurtagróður og
dýraláf. Á heimleið nni var skoðað Mjólkurbú Flóamanna og
kaffi drukkið í Tryggvaskála. Þaðan var ekið að Núpum í Ölfusi,
en þar hafði örn byggt hreiður í fjallinu fyrir ofan bæinn. Sáust
arnarhjón'n á flugi kringum hreiðrið cg létu þau einnig óspart
til sín heyra. Á bænum var ársgamall arnarungá í eldi. Hafði
honum verið sparkað út úr hreiðrinu árdð áður, en komist lifandi
af og síðan notið fósturs á heimilinu. Loks var ekið að Reykja-
koti og gerðar athuganir á gróðri og dýralífi á jarðhitasvæðinu.
Þaðan var svo haldið beint til Reykjavíkur og komið þangað
kl. 21,30 um kvöld.'ð. Veðrið var hið ákjósanlegasta allan dag-
inn. Árni Friðriksson var fararstjóri, en leiðbeánendur voru, auk
hans, Finnur Guðmundsson, Guðmundur Kjartansson, Ingólfur
Davíðsson og Jóhannes Áskelsson.
2. ferð. Þá efndi félagið til Þingvallaferðar sunnudaginn 28.
sept. og var Árni Friðriksson fararstjóri, én leiðibeinendur þeir
sömu og áður, nema Guðmundur Kjartansson, en hann gat. ekki
tek'ð þátt í ferðinni. Aðalmarkmið ferðarinnar var þó grasafræði
og lenti því leiðbeiningarstarfsemin þyngst á Ingólfi Davíðssyni.
Lagt var af stað frá bifreiðastöð Ste.'ndórs kl. 10 og farin Mos-
fellsheiði. Var fyrst numið staðar hjá Svanastöðum, til Þess að
leita mosalyngs (Cassiope hypnoides), sem þar á að vaxa, og
fannst það þar, þótt lítið væri. Síðan var numið staðar rétt áður
en komið var að gamla Þingvallaveginum, til þess að athuga
rauðkoll (Sanguisorba officinalis). Nesti var snætt í Valhöll kl.
12, en síðan geng:ð austur að Vatnskoti. Var Símon Pétursson
þar að gera að murtu og keyptu margir sér með heim í soðið.
Þá var gengið aftur til Þingvalla og drukkið kaffi í Valhöll um