Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 64
158
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
A—Ai, frá Innri-Stapa miðjum.
B—Bj, frá Syðri-Stapa miðjum.
D—Di, frá dökkum klettshöfða, sem liggur út að sandinum
nærri miðleiðis milli. stapanna, oig
E—E,, nærri miðja vegu milli Syðri-Stapa og Lambatanga.
Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu miáli þessi: Vatnið er
yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum
undir Sveifluhálsi. Megindýpið liggur eft:r vatnsbotninum endi-
löngum, samhliða ihálsinum oig nærri honum. Er jþað þannig að
skilja, að hlíð hans gengur niður undir vatnsflötinn óbrotin af
öðru en vagli íþví eða þrepi, sem öldurótið hefir skapað. Mest dýpi
í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá
landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að
því sdn megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í
mitt vatnið. Sunnan við þessia mjódd breiðist megindýpið út, og
er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu
aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar
um 50 m..hár hamar, er gengur suður frá Syðri-iStapa nokkuð úti
í vatninu. (Sjá kortið.) Helzt dýpið furðulangt suður eftir; þannig
mældist mesta dýpi á liínunni E—Ej 73 m. Norðan við syðri stap-
ann ibreiðist megindýpið einnig út, og má kalla, að um ldnuna
D—Di nái það landa á m.illi. Síðan þrengist það aftur um Innri-
Stapa, og er þó nærri þrefalt ibreiðara þar en við Syðri-Stapa. Á
ln'nunni D—Dj mældist me'sta dýpið 70 m, en á A—Aj út af Innri-
Stapa, 69 m. Norður þaðan grynnist hægt og hægt, og má þó
kalla, að megindýpið nái langleiðina að sandrifi því, er lokar
Lambhagatjörn, og er aðdýpi mikið ibæði fná- Hellum og Lamb-
haga.
Frá suðvestunbakka vatnsins ganga tvö grunn allstór út í það,
annað gegnt Syðri-Stapa, og hefir þess verið getið, en hitt út
fró Vatnshlíð og suður frá Lambhaga. Á grunnum þessum er
viðast 6—8 m dýpi og jafndjúpt mjög, en 5 m dýptarlínan liggur
skammt frá landi. Á milli. grunnanna, um línuna D—Dj, er þó
aðdjúpt mjög, og verður þar hyldjúpt ker, með ca 60 m dýpi,
sem er áfast við megindýpi vatnsins, þó þannig, að lágur hrygg-
ur verður á milli (dýpi 45 m).
Kleifarvatn l'ggur þannig í lpkuðum dal og fyllir dalbotninn.
Frá suðaustri ganga tvær hæðir fram í dalinn, flatlendar ofan,
en vatni huldar, og eru það grunnin, sem áður getur. Dalurinn
er sléttur í botn og hallalítill, en hlíðarnar brattar á báða vegu.