Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 73
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
165
á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum
lýkur.
Hver er iþá orsök hinna. langvarandi vatnsborðsibreytinga?
Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að
ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki
er mér kunnugt um, að stíkar úrkomubreytingar hafi verið rann-
sakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa
fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.*)
Maður er nefndur Briickner. Hann rannsakaði afrennslislaus
vötn á meginlandi Evrópu og komst að þeirri niðurstöðu, að þau
tækju langvarandi breytingum líkt og Kleifarvatn. Þessar breyt-
ingar reyndust misjafnlega miklar á hinum ýmsu vötnum, þann-
ig að sum hækkuðu og lækkuðu meira en önnur, en öll fylgdust
þau að, og reyndust breytingaskeiðin um 35 ár að meðaltali.
Jafnframt rannsakaði hann skýrslur um veðurfar og sýndi fram
á, að frá því um 1700, er slákar skýrslur hefjast, og fram undir
síðustu aldamót hafa jafnan skipzt á þurr tímabil og rök. Reynd-
ust þurrkatímarnir IIV2 ár að meðaltali og votviðraskeiðin 18, en
umferðin öll 35Iú ár. Við samanburð kom í ljós, að vötnin fylgdu
veðráttunni, uxu á votviðratímunum, en minnkuðu á þurrviðris-
tímunum.
En sagan er ekki. fullsögð enn. Bruckner og aðrir héldu rann-
sóknunum áfram, og fcom þá í Ijós, að þessara breytinga gætti í
öllum heimsálfum, ekki aðeins í afrennslislausum vötnum, held-
ur í öllum vötnum og ám, jöklum og jafnvel úthafinu sjálfu.
Vitanlega hafa þessar rannsóknir verið vefengdar, en almennt
eru þó niðurstöður þeirra taldar góð latína meðal jarðfræðinga.
Verður því að ætla, að þær eigi við hér á landi sem annars stað-
ar. Þess er þó að geta, að langvarandi vatnsborðsbreytingar eru
ekki kunnar hér nema frá Kleifarvatni einu, en auðvelt er að færa
rök að því, að menn hafi fremur veitt þeim athygli þar en ann-
ars staðar. Kleifarvatn liggur fast að byggð. Þegar það vex. tekur
það engjar af og alfaraveg, en er það lœkkar, þorna allstór svæði
við enda þess báða, og fær slíkt ekki dulizt fyrir kunnugum.
Önnur afrennslislaus vötn eru aftur lítil flest eða fjarri byggð-
um, svo að þeim hefir verið minni gaumur gefinn. Hins er og að
*) Síðan þetta var ritað, hefir Geir Gígja birt nokkrar rannsóknir á
úrkomubreytingum Suðvesturlands og sambandi þeirra við breytingar
Kleifarvatns. Vísir, sunnudagsblað, 29. okt. 1941,