Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 34
128
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ÁRANGUR ÍSLENZKRA
FUGLAMERKÍNGA XVI
A. Fuglar mcrktir hér og endurheimtir innanlands.
1) Æðarfugl (Somateria mollissima islandica, C. L. Brehm).
Fullorðin æður merkt (3/1499) þ. 20. júní 1939, á Prests-
bakka í Hrútafirði. Veiddist í grásleppunet í Skálholtsvík
í Hrútafirði, þ. 27. apríl 1940.
2) Skúmur (Catharacta skua skua, Brunnich). Ungi, merktur
(3/965) á Breiðamerkursandi, þ. 31. júlí 1937. Skotinn í
Grímsey, þ. 22. maí 1940.
3—4) Tveir skúmsungar, merktir á Breiðamerkursandi, þ. 4.
ágúst 1939. Fundust báðir dauðir þar eystra og voru
merkin endursend sumarið 1940. Höfðu þeir drepizt
skömmu eftir merkinguna.
5) Lundi (Fratercula arctica arctica (L). Merktur fullorðinn,
merkinu (5/852), á Bæ í Hrútafirði, þ. 30. maí 1935. End-
urveiddur á sama stað, þar sem hann lá á eggi í holu sinni,
þ. 23. maí 1940. Var honum sleppt aftur með sama merki.
6) Stokkönd (Anas platyrhyncha platyrhynclia (L)). Ungi,
merktur (3/311) í Kollsvík í Barðastrandarsýslu. þ. 11-
júlí 1934. Skotinn á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi þ. 14.
apríl 1940. Þetta var karlfugl (bliki).
7) Lundi (Fratercula artica artica (L)). Merktur (4/733) full-
crðinn í varpi á Bæ í Hrútafirði, þ. 30. maí 1935. Veiddur
í varpholu sama staðar og drepinn, þ. 27. júlí 1940.
8) Skúmur (Catharacta skua skua, Brunnich). Merktur (3/-
1324) á Kvískerjum á Breiðamerkursandi, þ. 3. ágúst
1938. Skotinn þ. 11 ágúst 1940 við Rauðagnúp á Melrakka-
sléttu.
B. Fuglar merktir hér og endurheimtir erlendis.
l*)' Duggönd (Aythya marila marila (L)). Merkt (3/1232)
fullorðin, á hreiðri á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 23.
júní 1938. Fannst dauð í Den Helder á Hollandi í byrjun
marzmánaðar 1940.
2) Urtönd (Anas crecca crecca, (L). Ungi, merktur (5/1584),
á Stóruvöllum á Landi, í Rangárvallasýslu, þ. 16. júlí