Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 26
120
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
er þúfusíeinbrjótur,1) en í röku grjóti mosasteinbrjótur2) yfir-
gnæfandi. Sums staðar eru þar um 50 cm há grávíðiskjörr,
en með miklum undirgróðri áðurnefndra tegunda. Utar í hlíðinni
þrýtur skógurinn og taka þá við grasbrekkur, þar sem bugðu-
puntur3) og túnvingull1) eru mest áberandi tegundir, en á þurr-
ustu svæðunum krækilyng,3 *) fjalldrapi") og móasef.7) í leiru-
vikjum, sem eru að gróa, eru aðaltegundirnar skriðlíngresi8) og
mjög smávaxin stör, sem ég fékk ekki með vissu ákvarðað hvort
heldur var kyhkingsleg gulstör eða marstör. Gróðurlýsing þessi
á eingöngu við suðurhlíð Kaldalóns, þar sem ég fékk ekki skoð-
að það að norðanverðu.
Ármúlafjallið er að ofanverðu allt urðum þakið, og jarðrennsli
er þar mikið, en háplantnagróður sáralítill. Hins vegar er þar
mikill skófnagróður, og gamburmosi”) á stöku stað .Allstórt stöðu-
vatn er þar uppi, Kaldárvatn, en ekki varð ég annars gróður var
í því en síkjamara.10) í grennd við fönn þar á fjallinu fann ég
iþessar tegundir: Snænarvagras,11) músareyra.12) lækjafræ-
hyrnu.13) fjalladúnurt,14) lækjasteinbrjót,17’) stjörnusteinbrjót,10)
fjallapunt17) og blásveifgras.18)
Beltaskipting gróðurs, sem nú er að nokkru lýst, er allskýr í
Kaldalóni og framan í Ármúla. Innar með Djúpinu er hún
ógreinileg eða engin. Þar er hvarvetna móagróður ríkjandi, og
má segja að gróðurskipti verði við Kaldalón, þannig að þar
hefst graslendi miklu meira en innar. Má vafalaust þakka það
því, að jarðvegur er hér rakur, því að fannir liggja víða hið
efra í fjöllum allt sumarið. Enn skýrari verður þessi munur
gróðurfarsins þegar dregur út á Snæfjallaströnd, sem næst
verður lýst.
SANDEYRI.
Strandlengjan norðvestur frá Kaldalóni heitir Snæfjallaströnd.
Endar hún að norðan í snarbröttum hamranúp, Bjarnarnúp, upp
af honum heitir Snæfjallabeiði, og liggur um hana alfaraleið
1) Saxifraga groenlandica. 2) S hypnoides. 3) Deschampsia flexuosa.
4) Festuca rubra. 5) Empetrum nigrum. 6) Betula nana. 7) Juncus
trifidus. 8) Agrostis stolonifera. 9) Grimmia. 10) Myriophyllum alterni-
florum. 11) Catabrosa algida. 12) Cerastium alpinum. 13) C. trigynum.
14) Epilobium anagallidifolium. 15) Saxifraga rivularis. 16) S. stellaris.
17) Deschampsia alpina. 18) Poa glauca.