Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 18
144 XÁTTÚR U FRÆÐINGURINN Jóhannes Áskelsson : Surtarbrandsnáman í Botni. A ófriðarárunum 1914—18 ])aut verð á erlenduni kolum upp úr öllu valdi liér á landi. í Reykjavík komst tonnið upp í 325.00 kr., og sizl mun verðið liafa verið lægra i öðrum höfnum landsins. Aldrei varð hér þó kolaskorlur öll ófriðarárin, svo orð sé á ger- andi, en af þessu háa kolaverði leiddi það, að ýmsir liófust handa með surtarbrandsnám, í þeim tilgangi, að selja hann til eldsneytis vægara verði en hin erlendu kol fengust hér fyrir. Síðari ófriðar- árin var surtarhrandur brotinn á eftirtöldum stöðum svo nokkuð kvæði að: í Jökulbotnum við Reyðarfjörð, á Tjörnesi (Tjörnes- námur), í Bolungavík (Gilsnáma), í Botni í Súgandafirði, (Botns- náma), í Bufansdalsnúp, í Þernudal (Þernudalsnáma, eða Foss- náma), í Stálfjalli (norðan Breiðafjarðar) og hjá Skarði á Skarðs- strönd (Skarðsnáma). Surlarbrandurinn reyndist allmisjafn lil eldsneytis, og fjárhags- lega mun ekki yfirleitt hafa rokið al’ rekstri námanna. Þó tjáði Kristinn, bóndi, Indriðason, á Skarði, mér, að Skarðsnáma hefði vel borið sig, enda mun surtarbrandurinn á Skarðsströnd (hann finnst þar slitrótt í fjörunni alla leið innan frá Fagradal og út að Frakkanesi) vera meðal bezlu surtarbrandstegunda lil eldsneytis, er enn þekkjast hér á landi. Aðslaða lil vinnslu er þar, auk þess, að ýmsu levli hægari en viða annars staðar þar, sem surtarbrands- nám var reynt. Brandlagið. liggur í sjávarbökkunum. Framundan námuopinu er sæmileg liöfn af náttúrunni gjör, og skilyrði til út- skipunar gela lalist góð. Vinnu við Botnsnámu lét Kristján kaupmaður, Torfason á Sól- bakka við Önundarfjörð, hefja 1917. Yar ])ar tekið töluvert af surtarbrandi. Eg hefi átt tal við ýmsa menn, sem brenndu þess- Uni brandi frá Botni og hafa þeir geí'ið lionum allmisjafna dóma. Líkaði suimmi hann sæmilega, öðrum reyndist hann miður. Þessi ólika reynsla manna af eldsneytinu getur að einhverju leyti stafað af því, að surtarbrandinum hefir verið brennt i ólíkum eldstæðum. Að öðru leyti eru brandlögin i Botnsnámu mismunandi leirborin og verið getur, að einn hafi verið heppnari í kaupum en annar. Loks er það vitanlegt, að kröfur manna lil eldsneytisgæðanna eru óhkar og falla því dómarnir að vonum nokkuð eftir þeim.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.