Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 26
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. MæSgnr. seinni liluta annars sumarsins, gætli liann þess að liinir kæmu ekki of nærri kvígunni, þar vildi hann vera einvaldur, og varð það. Eins og kunnugt er fella hreindýrin hin fögru liorn sín á hverju ári, venjulega i april. Þau fara að vaxa strax á ný og eru orðin fullvaxin í ágúst. Á þeim tíma eru þau þakin einkennilega fallegri, svartri, floskenndri liúð, en eftir að þau eru fullvaxin, dettur húðin snögglega af og eru hornin her eftir það. Það var eftirtektarvert við þessa fyrstu kálfa, að þeir felldu hornin annan veturinn í apríl, eins og vera bar, öll nema tarfur- inn, sem með kvígunni hafði verið, hann var orðinn kollóttur i byrjun janúar. Það er því ljóst, að þetta stendur ekki í heinu sam- handi við kynhvötina, heldur liitt, að Iienni sé fullnægt. f fyllingu tímans, en ]iað var fimmtudaginn i fjórðu viku sum- ars, eða 15. maí í fyrra, fæddi kvigan afkvæmi og var það kvíga. Dálítið hafði henni verið hyglað, þegar leið á meðgöngutimann, en síðan ekkert og hefir dóttirin dafnað vel, eins og sjá miá á myndinni af mæðgunum. Vorið 1940 fékk Matthías aftur kálfa að austan, sjö talsins, og komu þeir með skipi. Voru það fjórir tarfar og þrjár kvígur. Skömmu eftir kómuna að Arnarfelli drapst einn tarfurinn úr lungnabólgu, varð ekki við bjargað þó að hann væi'i undir læknis- hendi. Nokkru seinna drapst annar kálfur, kviga, úr blóðeitrun. Hafði lítilsháttar skeinu á hné, er hann kom, en eitrun komst

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.