Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 28
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nokkruni sinnum náð hreinkálfi og ætlað sér að ala liann upp, en alltaf liafa kálfarnir drepizt og það áður cn mjög langl um leið. Greinarkorn þetta var skrifað seint í maí, um burðartímann. Síðan er eklcert að frétla annað en, að svo fór um liinar tvær tvævetra kvígur, sem Matthías sagði þá, að þær reyndust vera geldar. Kálfurinn, sem fæddist í vor, dafnar hið bezta, og yfirleitt öil hjörðin. Jónas Jónasson, Sílalæk: Aðaldalshraun. I 1. og 2. liefti „Náttúrufræðingsins“ 1940 hirtist ritgerð eflir lir. Áskel Snorrason með yfirskriftinin „Öskulagið mikla á Norð- urlandi". Við iok ritgerðarinnar segir svo: „En hver sem efast um að rétt sé atliugað eða rétt skýrt frá því, sem að framan grein- ir, getur sjálfur gert sömu athuganir“. Eg ætla nú að nota mér þessa bendingu Áskels og gera hér nokkrar atliugasemdir við ritgerð lians. Áskell segir: „Þegar eg var barn að aldri, vakti þetta hvítleila lag i moldarbörðum og mó- gröfum athygli mína. Eg spurði hvað þetta væri. Þá fékk ég það svar, að það væri eldfjallaaska, sem fallið liefði úr loftinu fyrir óralöngum tíma, löngu áður en land l>yggðisl. Þegar ég spurði svo, hvernig menn vissu að það liefði verið fyrir landnámstíð, þá var það rökstutt með því, að landið liefði hlotið að leggjast i eyði ef slíkt öskufall hefði komið á það albyggt. Ennfremur sagði faðir minn mér, að á lirauninu í Laxárdal, Mývatnssveit, og Að- aldal, væri þetta öskulag ekki til, en hlyti að ligggja undir þeim. H raunin hlytu þó að hafa brunnið löngu áður en landið hyggðist, ])vi að ella liefðu þessai- sveitir ekki verið orðnar hyggilegar.“ — — Það er rétt hjá föður Áskels, að Aðaldalshraun, og líklega hin tilgreindu hraun, hafa brunnið löngu fyrir landnám. Hitt þurfti ekki að vera, að allur gróður og húpeningur á landinu dæi, Jjótt þelta mikla öskufall legðist yfir Norðurland. Vel gat verið, að öskufall, sem kom úr Trölladyngjum Ódáðahrauns (Dyngju- fjöllum) hefði aðeins fallið yfir Norðurland, ef á þeim tíma hefði vei-ið hvöss sunnanátt. Gat þá jarðargróður og kvikfénaður lifað

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.