Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159 athugull maður og ég vildi ekki rengja hann um þetta. Yonaði líka alltaf að íslenzka vorið hyði störunmn upp á viðunandi fram- færslumöguleilca, til fjölskyldulífs, fyrst þeir gátu sætt sig við veturinn. Þó fannst mér tilhugalíf þeirra vera óþarflega mikið leyndarmál. Þeir höfðu ahtaf liorfið með vorinu, og þeirra varð ekki vart aftur fyrr en um eða undir miðsumar. — Datt jafnvel í hug að þeir færu til fjalla, á slóðir sólskríkjunnar og frænda síns, hrafnsins — en liann getur líka valið sér hreiður í eyjum. Sigurður kom svo með mér á bát inn að Ægisíðuhólma. Þegar við komum þar að, sáum við starann sem snöggvast. Yið skoðuð- um hreiðrið, sem var i liolu undir moldarbakka upp á vel mann- hæðarháum kletti, vestan í eynni. Fram úr holunni héngu löng sinustrá, sem hann hefur borið að, og nokkrar hvítar fjaðrir voru í opinu. Holan var það löng og þröng, að við náðum aðeins til eggj- anna með þvi að troða handleggnum inn. Okkur virtist eggin 7—8, einlit, grænblá. Ekkert sáum við til staranna á meðan við stóðum þarna við. 12. júlí kom ég að lireiðrinu og sá ])á að starinn var „útgenginn“, þar var ekkert nema eggjaskurn. Um 10. júlí fóru að sjást starar hér í þorpinu, frá 2 upp í 6—8 saman, alllaf á einhverju ferðalagi. 18. júli sá ég 2(5 i hóp á tún- inu við barnaskólann. Þeir eru töluvert styggari að sumrinu, en líkar auðsjáanlega vel að vera i kring um kýr og hænsni og eru þá stundum með smá kankvísi. Sá einu sinni stara hoppa fram eftir öllum hrygg á einni baulunni og öðru sinni rauk annar alveg undir stél á hænu. Má vera að þeir séu þá að elta flugur. Annars er framkoma þeirra prýðis skemmtileg. f sumar reyndi ég að athuga vel útlitsmun fuglanna og sá að yfirleitt meiri lilutinn i hópnum (hverjum lióp) var ljósari — móleitari og ekki með slikju á fiðri. Sennilega eru það ungar frá því i vor? Það er líka eitt sem gæti hent til þess: þegar kom fram í ágúst, sá ég að þessir fuglar sátu mikið um kyrrt, lielzt á girðingastaurum og létu vængina hanga niður lil hálfs, ið- andi og allir liálf luralegir eins og ungar í hreiðri, sem eru að heimta mat. Mér datt lika fyrst i hug að svo væri, en sá þó fljótt hvað þetta átti að þýða — þeir voru að reyna að kvaka eða syngja. Og þótt það væri með erfiðismunum og þeir ekki sem „lagvissast- ir“, þá sýndu þeir mikinn áhuga. — Þetta var sem sagt mjög unglingslegt og það har af þegar „gömlu fuglarnir“ tóku lagið og trilluðu út.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.