Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 3
Náttúrufræðingurinn
Ritstjóri: Dr. Sveinn Þórðarson
15. ÁRG. 2. HEFTI
N áttúruf ræðingurinn
Jónas Hallgrímsson
íslenzka þjóðin hefir :í ])essn vori minnzt Jónasar Hallgrímssonar
í tilefni af aldarártíð lians. Að vonnm hafa flestir, sem um hann liafa
ritað og rætt, minnzt skáldsins góða, sem verið liefir ástsælasta skáld
þjóðarinnar í nærri lieila öld. Hins hefir minna verið getið, að Jónas
var ágætur vísindamaður, og einn hinna fáu íslendinga, sem iiafa
helgað starf sitt náttúruvísindunum. En örlögin leyfðu honum ekki
að sjá ávöxt verka sinna á því sviði. Honum entist ekki aldur til að
fá lokið nokkru heilsteyptu verki í náttúrufræði. Það, sem vér höfum
]jví um þau störf, eru einungis nokkrar stuttar ritgerðir og brot úr
ritgerðum og dagbókum. En þótt það Iiefði allt glatazt, bera samt
ljóð hans ótvírætt vitni um náttúrufræðiþekkingu hans og skarp-
skyggni í þeim fræðum.
Þegar Jónas Hallgrímsson kom til háskólans í Kauþmannahöfn
árið 1832, hóf hann nám í lögfræði. En aldrei mun hann liafa sótt
laganámið af kappi, en í þess stað tekur hann að iðka náttúruvísindi,
einkum jarðfræði og dýrafræði, jafnskjótt og fyrstu undirbúnings-
prófum í háskólanum var lokið, en senniiega hefir hann fyrst komizt
í kynni við þær vísindagreinar, er hann tók að búa sig undir þau
próf, því að ekkert var kennt í þeirn greinum á Bessastöðum. Ekki
var um þær mundir hægt að taka embættispróf í þessum greinum við
háskólann, nema með miklum krókaleiðum. Voru jarðfræði og dýra-
fræði þá kenndar í heimspekideild en grasafræði í læknadeild. Mun
þangað að leita orsakarinnar til þess, að Jónas lagði litla eða enga
stund á grasafræði Iivorki fyrr né síðar. Kennarar Jónasar, dýrafræð-
ingurinn Reinhardt og jarðfræðingurinn Forchammer, fengu brátt
liinar mestu mætur á Jónasi og voru honum ætíð innan handar.
Árið 1837 fór Jónas snöggva ferð til íslands. Dvaldist hann þá um
liríð í Vestmannaeyjum og kannaði þær nákvæmlega, og er lýsing
5
-----------------------------------
E F N I:
NAttúrufræðingurinn Jónas Hall-
grímsson........................ 05
Staða íslands í gvóðurbeltaskipun
jarðar ......................... 72
Hvað verður af rjúpunni? ......... 87
Yfirlitsrannsókn íslands.......... 92
Saga silfurbergsins............... 97
Kynblendingar af silfurref og
fjallaref í I.óni í Kelduhverfi 108
s------------------------------------