Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 4
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Vestmannaeyja ein hin fullkomnasta ritgerð, sem til er frá hendi Jónasar. Síðan fór hann nokkuð um Suðurland, en að því búnu hélt hann norður í land og fór þaðan utan. Vorið eftir lauk liann prófi í steina- og jarðfræði, og 1839 fékk liann nokkurn styrk til rann- sóknarferða á íslandi. En þá stóð svo á, að stjórnin var að senda tvo Dani til Jslands í rannsóknarerindum, þá Chr. Schytlie og Japetus Steenstrup. Áttu þeir einkum að kynna sér brennisteinsnámana og vinnslu brennisteinsins, og var Jónasi veittur styrkurinn með þeim formála, að liann yrði þeim til aðstoðar við Jrær rannsóknir. Ekkert varð þó úr Jm samstarfi fyrsta sumarið, því að Jónas kannaði einn brennisteinsnámurnar norðanlands og samdi liann síðar greinargóða skýrslu um Jrær rannsóknir. Næstu árin, eða til haustsins 1842, dvaldist Jónas á íslandi, ferð- aðist á sumruin en hafði vetursetu í Reykjavík. Hér er ekki rúm til að rekja ferðir hans ár frá ári né áfanga úr áfanga, enda er þeim lýst nákvæmlega í æfisögu Jónasar eftir Matthías Þórðarson. En í stuttu máli má segja, að hann ferðaðist um mikinn hluta af byggðum lands- ins, nema svæðið milli Húsavíkur nyrðra og austur til Vopnafjarðar. Hins vegar fór hans h'tið um óbyggðir nema alfaraleiðir milli Norð- ur- og Suðurlands, og lítt mun hann hafa gengið á fjöll, enda var honum, að sögn, erfitt um fjallgöngur, og olli Jrví heilsubrestur, og eins var hann talinn þungur á fæti. Sumarið 1840 ferðuðust Jjeir Jónas og Steenstrup saman um Vesturland, en annars var hann einn við rannsóknir á ferðum sínum. Höfðu engir náttúrufræðingar verið jafnvíðförulir um ísland, nema jreir Eggert Olafsson og Bjarni Páls- son, og Sveinn Pálsson. Áður en Jónas hóf ferðir sínar, halði Bókmenntafélagið samþykkt, eftir tillögu hans, að láta semja nákvæma lýsingu af íslandi. Hafði Jónasi verið falið á hendur að semja landslýsinguna, en Jón Sigurðs- son skyldi semja Jrjóðarlýsinguna. Til Jress að safna sem mestu efni til íslandslýsingarinnar, voru öllum prestum og sýslumönnum á landinu sendar spurningar, og Jreir beðnir að semja eftir Jreim sókna- og sýslulýsingar. Spurningar þessar samdi Jónas, og sýna þær Ijóslega, hversu glögga yfirsýn liann hefir þá Jregar haft um allt verkið. All- flestir þeir, er til var leitað, urðu vel við, og eru margar sóknalýsing- arnar hinar merkilegustu. Eftir að Jónas hafði lokið ferðum sínum má segja, að íslandslýs- ingin væri meginviðfangsefni hans. Var hún J)ó skammt komin á- leiðis við andlát hans. Hann hefir einungis byrjað á ýmsum köflum hennar, en þótt brot J)au séu lítt fullkomin má gera sér nokkra hug-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.