Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 20
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eru þúfur fremur faslar í
sér með fjölbreyttum gróðri
— oft í þrem beltum. Vaxa
þá starir, fífur og sef í
skorningunum og neðst í
hliðunum; runnar, starir
eða hvort tveggja í lilið-
unum og efst uppi á kollun-
um mosi með ýmsum jurt-
um innan um, t. d. mosa-
jafni, brjóstagras, hárleggja-
stör o. fl. Smá mosaþúfur,
mjúkar og linar finnast
einnig í mýrunum. Vaxa
venjulegar blómjurtir inn-
an um mosann. Gróður ís-
lenzku þúfnakollanna er þá
ylirleitt fjölbreyttari að
blómjurtuin og blandaðri
að gróðurfari en þúfnakoll-
ar freðmýranna. Þúfnr freð-
mýranna eru pá stœrri og
gróður nokkuð á annan veg
en i isl. mýrlendi. Frost
•l. mynd: í skóglendi. stuðlar sjálfsagt að myndun
beggja. En mesti munurinn
liggur samt í því, að í mýr-
unurn þiðnar venjulega allur klaki á sumrurn á láglendi og allhátt
yfir sjó, en í freðmýrunum þiðnar aðeins elsta lagið eins og áður er
nefnt. Þar er eilífur ís í jörðu. í N.-Rússlandi og Síberíu veldur jarð-
klakinn, eða skapar, skógartakmörkin. Verulegur skógur þrífst ekki
þar, sem klaki er ofarlega í jörðu á sumrum, enda kælir klakinn
mjög jarðveginn og hindrar vöxi. trjárótannanna. (í Alaska finnst
að vísu smáskógur, þar sem allþykkt lag þiðnar á sumrin. Halda
sumir, að hlýnandi loftslag vakli því.) Annað atriði er líka einkenn-
andi. Ef skógur eyðist af einhverjum ástæðum við suðurtakmörk
freðmýranna, þá hættir klakinn að þiðna alveg á sumrin. Eða ef
klakalag hefir verið til djúpt í jörðu, undir skóginum, þá stígur það
þegar skógurinn er eyddur. Grynnra jarðvegslag þiðnar en áður var.
Skógur hættir að gera þrifizt á stáðnum, en freðmýrin tekur við.