Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 28
90 NÁTTÚRUFRÆÍ5INGURINN hurfu um og eftir hátíðar í mesta góðæri, með fullum lífsþrótti og flugþoli í bezta lagi, eins og síðar verður greint. Hinir sárafáu ein- staklingar, senr eftir nrðu, virtust í öllu liaga sér eðlilega, og liöfðu ágæta afkomu. IV. Um og eítir hátíðar þessa fyrrnefndu vetur, eða nokkru el'tir það, að skotið hafði verið það, sem skotið var, var furðumikið magn af rjúpum víða til Jieiða, svo að ekki kemur til mála, að fækkunin liafi verið af þeirn ástæðum. Ég sá þær þá oft hundruðum saman á mjög JitJum svæðum, og kem ég nú að því, er ég veitti þá oft eftirtekt og ég hefi enga aðra vetur orðið var við en veturna 1927—1929, og altur veturna 1935-1937. F fýrsta sinn er ég tók eftir þessu fyrirbrigði, var ég staddur uppi á háu ljalli, um 500 m. yfir sjó. Heitir það Mófell, og er í óbyggðinni milli Kelduhverfis og Mývatnssveitar. Þetta Var um hátíðar veturinn 1927—’28, í stafalogni og heiðskíru veðri, rétt fyrir eða um dagsetur. Heyrði ég þá skyndilega, í hinni djúpu fjallakyrrð, einkennilegan þyt, er skýrðist og varð að undarlega miklum vængjaslætti mjög hátt í lofti. Kom hann frá austri eða norðaustri og bar hratt yfir mig til vesturs. Heyrði ég með fullkominni vissu, að þarna voru í öllu falli mörg hundruð rjúpur á ferð, því að aðrir fuglar gátu það ekki verið. Síðar heyrði ég og sá með fullri vissu svipuð fyrirbrigði, en aldrei nenia í óbyggðum og í Ijósaskiptum kr'ölds og morgna og langoftast i stafalogni og heiðskíru veðri, en fyrir kom það í tunglsljósi eftir dagselur. Ég ætla ekki hér að geta neinu til um þessar flugæfingar rjúpunnar, en allt bendir til, að hér hafi þær verið á ferð milli fjar- lægra staða. Fljúgi þær frá og til náttstaðar, eins og margir hafa veitt eftirtekt, fylgja þær ávallt landslaginu að mestu leyti. Út frá þessum fyrirbrigðum virðist liggja næst að ætla, að rjúpan hafi flntt sig til um landið, en fyrir því, að svo hafi verið, liggja enn þá ekki sannanir. Það er talið næstum útilokað, að rjúpurnar hafi farið til Græn- lands, þótt það virðist eina leiðin, sem þeim væri vel fær af landi burt, þar sem hafísinn er þeim hin sýnilega tengibrú og allir vita, hve fast þær leita eftir snjónum og hvítunni, á meðan þær eru í vetrarbúningi. Freistandi er Jíka að ætla, þar sem grænlenzka og ís- lenzka rjúpan eru svo líkar, að ekki er á leikmanna færi að sjá þar mun á, að samsláttur hafi og geti enn átt sér stað á milli þeirra, þegar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.